Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2021 10:30 Mohamed Salah og Sadio Mané missa í mesta lagi af tveimur deildarleikjum með Liverpool vegna Afríkumótsins. Getty/Shaun Botterill Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin) Enski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Fjöldi leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er á leið á Afríkumótið sem hefst 9. janúar. Samkvæmt reglum FIFA áttu þeir leikmenn að standa landsliðum sínum til boða frá og með deginum í dag, 27. desember. Afríska knattspyrnusambandið hefur hins vegar ákveðið að leyfa leikmönnum að spila með sínum félagsliðum fram til 3. janúar, eða þar til að aðeins sex dagar eru fram að Afríkumótinu í Kamerún. Það þýðir til að mynda að Salah, Naby Keita og Sadio Mané verða með Liverpool í stórleiknum gegn Chelsea 2. janúar, og þeir Edouard Mendy og Hakim Zyiech klárir í slaginn með Chelsea. „Þessi ákvörðun er tekin í anda velvildar og samstöðu með þeim félögum sem málið varðar, með viðurkenningu á því fyrir hve slæmum áhrifum þau hafa orðið vegna Covid-faraldursins, líkt og aðrir meðlimir fótboltasamfélagsins,“ sagði í bréfi frá FIFA til alþjóðlegra deildasamtaka. Í bréfinu er þess getið að vonast sé eftir sams konar samstarfsvilja frá félögum leikmanna og öðrum sem málið snertir, varðandi það að leikmenn komist í verkefni sinna landsliða. Aðeins þrjár umferðir eru í ensku úrvalsdeildinni í janúar og úr því að afrísku leikmennirnir geta spilað þá fyrstu missa þeir aðeins af tveimur umferðum, jafnvel þó að þeir komist í úrslitaleik Afríkumótsins 6. febrúar. Leikið er í enska deildabikarnum og ensku bikarkeppninni í janúar. Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Leikmenn sem líklega fara á Afríkumótið, samkvæmt lista Daily Mail: Arsenal Thomas Partey (Gana) Mohamed Elneny (Egyptaland) Pierre Emerick Aubameyang (Gabon) Nicolas Pepe (Fílabeinsströndin) Aston Villa Mahmoud Trezeguet (Egyptaland) Bertrand Traore (Búrkina Fasó) Marvelous Nakamba (Simbabve) Brentford Julian Jeanvier (Gínea) Frank Onyeka (Nígería) Tariqe Fosu-Henry (Gana) Brighton Yves Bissouma (Malí) Burnley Maxwel Cornet (Fílabeinsströndin) Chelsea Edouard Mendy (Senegal) Hakim Ziyech (Marokkó) Crystal Palace Cheikhou Kouyate (Senegal) Jeffrey Schlupp (Gana) Jordan Ayew (Gana) Wilfried Zaha (Fílabeinsströndin) Everton Alex Iwobi (Nígería) Jean-Philippe Gbamin (Fílabeinsströndin) Leeds Enginn Leicester Daniel Amartey (Gana) Kelechi Iheanacho (Nígería) Nampalys Mendy (Senegal) Wilfred Ndidi (Nígería) Liverpool Mo Salah (Egyptaland) Naby Keita (Gínea) Sadio Mane (Senegal) Manchester City Riyad Mahrez (Alsír) Manchester United Amad Diallo (Fílabeinsströndin) Eric Bailly (Fílabeinsströndin) Newcastle Enginn Norwich Enginn Southampton Moussa Djenepo (Malí) Mohammed Salisu (Gana) Tottenham Enginn Watford Adam Masina (Marokkó) Emmanuel Dennis (Nígería) Ismaila Sarr (Senegal) Peter Etebo (Nígería) William Troost-Ekong (Nígería) West Ham Said Benrahma (Alsír) Wolves Romain Saiss (Marokkó) Willy Boly (Fílabeinsströndin)
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira