Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 09:34 Her Mjanmar er sagður hafa myrt á fjórða tug manna á aðfangadag. Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna Save the Children eru týndir í kjölfar ódæðisins. AP/KNDF Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira