Starfsmenn Save the Children týndir eftir fjöldamorð í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 09:34 Her Mjanmar er sagður hafa myrt á fjórða tug manna á aðfangadag. Tveir starfsmenn hjálparsamtakanna Save the Children eru týndir í kjölfar ódæðisins. AP/KNDF Hjálparsamtökin Save the Children eru hætt starfsemi í Mjanmar eftir að tveir starfsmenn samtakanna týndust um helgina. Það er í kjölfar meints fjöldamorðs þar sem hermenn eru sagðir hafa skotið rúmlega þrjátíu þorpsbúa til bana og brennt lík þeirra. Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Hernaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Konur og börn voru meðal þorpsbúanna sem sögðu eru hafa verið myrt. AP fréttaveitan segir myndir af hinu meinta ódæði vera í drefingu á samfélagsmiðlum í Mjanmar en ekki hafi tekist enn að sannreyna að þær sýni í raun ódæðið. Þær eiga að hafa verið teknar í Mo So þorpi í Mjanmar í gær, jóladag, en voru framin á aðfangadag. Fólk sem hafði flúið undan átaka milli hersins, sem tók völd Mjanmar á árinu og uppreisnarmanna hafði komið saman í Mo So og voru á leið í flóttamannabúðir. Vitni sem ræddi við AP sagði fólkið hafa verið handsamað af hernum og þau myrt. Forsvarsmenn Save the Children segja tvo hjálparstarfsmenn samtakanna hafa verið viðstadda og að þeir séu enn týndir. Þá hafi verið staðfest að bíll þeirra hafi verið brenndur. Samtökin segja minnst 38 hafa verið myrta. Vitni sem Reuters ræddi við sagðist hafa séð 32 lík. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af sambærilegum ódæðum hermanna berast frá Mjanmar, sem gengur einnig undir nafninu Búrma. Sjá einnig: Brenndu þorpsbúa lifandi í Búrma Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar segja að hermenn hafa handtekið minnst þorpsbúa á föstudaginn. Þá hafi fjórir menn sem reyndu að fá þau leyst úr haldi verið handteknir og skotnir til bana. Dagblað í eigur herstjórnarinnar segir bardagar hafi byrjað á því að uppreisnarmenn skutu á hermenn og þeir hafi svarað með því að skjóta á grunsamlega bíla. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hafði breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Hernaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira