Grealish segist ekki hafa átt von á hversu erfitt það væri að spila fyrir City Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 16:01 Jack Grealish segir að væntingarnar sem gerðar séu til hans hjá Manchester City séu gríðarlega háar. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnumaðurinn Jack Grealish varð í sumar dýrasti leikmaður Englands frá upphafi þegar hann gekk til liðs við Manchester City frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda. Hann segir að tími hans hjá Englandsmeisturunum hafi reynst mun erfiðari en hann átti von á. Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira
Grealish varð fyrsti leikmaðurinn í sögu enska fótboltans til að brjóta hundrað milljóna múrinn, en hann hefur ekki náð sömu hæðum sem leikmaður og þegar hann var enn á mála hjá Aston Villa. Hann hefur þó lagt upp tvö mörk og skorað önnur tvö sjálfur í 12 byrjunarliðsleikjum fyrir City. Enski landsliðsmaðurinn missti svo sæti sitt í byrjunarliði City eftir að myndir af honum og liðsfélaga hans, Phil Foden, birtust þar sem að félagarnir voru á leið út af næturklúbbi. Samkvæmt heimildum Sky Sports voru forráðamenn City óánægðir með ástand leikmannanna á æfingu daginn eftir. Grealish gæti þó fengið tækifæri í byrjunarliðinu þegar City tekur á móti Leicester á morgun og hann segist vera spenntur að sýna stuðningsmönnum liðsins hvað í sér býr á nýju ári. „Ég hef staðið mig ágætlega hingað til,“ sagði Grealish í samtali við Sky Sports. „Ég á helling inni og þetta hefur verið miklu erfiðara en ég átti von á.“ „Ég er enn að læra og að aðlagast. Maður hefur heyrt af fólki sem hafa þurft heilt ár til að aðlagast þessu liði og kannski veðrur það eins hjá mér. Ég vill skora meira og leggja upp fleiri mörk á næsta ári.“ Grealish segir einnig að væntingarnar sem gerðar eru til liðsins séu gríðarlega háar, og að verðmiðinn sem fylgdi honum sjái til þess að hann sé stöðugt undir smásjánni. „Það er fáránlegt hvað væntingarnar eru háar hérna, bæði innan sem utanvallar. Það er ótrúlegt og þess vegna hafa þeir notið svona mikillar velgengni á undanförnum árum.“ „Þegar eitthvað lið borgar hundrað milljónir fyrir þig þá þýðir það að þegar þú ert að fara í gegnum lægðir þá fer fólk að spyrja sig hvort að þú hafir verið þess virði. Hvar eru mörkin hans og stoðsendingar? spyr fólk.“ „Ég skil það alveg, en ég verð að horfa á það sem forréttindi að félagið hafi verið tilbúið að borga svona mikið fyrir mig og vonandi getið ég endurgoldið greiðann með mörkum og titlum,“ sagði Grealish að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Sjá meira