Latifi fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Abu Dhabi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. desember 2021 23:30 Nicholas Latifi vissi í hvað stefndi á samfélagsmiðlum þegar kappakstrinum í Abu Dhabi lauk. BRYN LENNON /Getty Images Ökuþórinn Nicholas Latifi segist hafa fengið öfgafullar líflátshótanir eftir árekstur hans í lokakappakstri Formúlu 1 tímabilsins, sem gerði Max Verstappen kleift að hrifsa heimsmeistaratitilinn af Lewis Hamilton. Latifi lenti á vegg þegar fimm hringir voru eftir og í kjölfarið á því var öryggisbíll sendur út. Kappaksturinn hélt svo áfram þegar einn hringur var eftir og þá tók Verstappen fram úr Hamilton og tryggði sér um leið heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Latifi birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann segir frá hatursskilaboðum, áreiti og líflátshótunum sem hann fékk í kjölfar kappakstursins. „Þegar ég horfi til baka á kappaksturinn, þá vissi ég um leið og að honum lauk hvað myndi gerast á samfélagsmiðlunum,“ skrifaði Latifi. „Sú staðreynd að mér hafi fundist besta lausnin að eyða Twitter og Instagram úr símanum mínum í nokkra daga segir okkur allt sem segja þarf um hversu grimmir netheimarnir geta verið.“ „Hatrið, áreitið og hótanirnar á samfélagsmiðlunum kom mér í raun ekki á óvart þar sem að þetta er orðið hluti af þeim veruleika sem við búum við. Ég er ekki óvanur því að láta tala illa um mig á netinu, og ég held að allir íþróttamenn sem keppa á heimssviðinu viti að þeir eru undir stöðugu eftirliti.“ „En eins og við höfum séð aftur og aftur, í öllum íþróttum, þá þarf ekki nema eitt atvik á röngum tíma til að fólk geri úlfalda úr mýflugu - og það dragi fram það versta í fólki sem eru svokallaðir „aðdáendur“ íþróttarinnar.“ „Það sem kom mér mest á óvart var hversu öfgafullt hatrið, áreitið, og jafnvel líflátshótanirnar sem ég fékk voru,“ skrifaði Latifi, en skilaboðin öll má lesa í færslu hans hér fyrir neðan. A message from me after the events of Abu Dhabi https://t.co/uYj7Ct6ANQ pic.twitter.com/eThFec8nAi— Nicholas Latifi (@NicholasLatifi) December 21, 2021 Formúla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Latifi lenti á vegg þegar fimm hringir voru eftir og í kjölfarið á því var öryggisbíll sendur út. Kappaksturinn hélt svo áfram þegar einn hringur var eftir og þá tók Verstappen fram úr Hamilton og tryggði sér um leið heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1. Latifi birti færslu á Twitter-reikningi sínum í dag þar sem hann segir frá hatursskilaboðum, áreiti og líflátshótunum sem hann fékk í kjölfar kappakstursins. „Þegar ég horfi til baka á kappaksturinn, þá vissi ég um leið og að honum lauk hvað myndi gerast á samfélagsmiðlunum,“ skrifaði Latifi. „Sú staðreynd að mér hafi fundist besta lausnin að eyða Twitter og Instagram úr símanum mínum í nokkra daga segir okkur allt sem segja þarf um hversu grimmir netheimarnir geta verið.“ „Hatrið, áreitið og hótanirnar á samfélagsmiðlunum kom mér í raun ekki á óvart þar sem að þetta er orðið hluti af þeim veruleika sem við búum við. Ég er ekki óvanur því að láta tala illa um mig á netinu, og ég held að allir íþróttamenn sem keppa á heimssviðinu viti að þeir eru undir stöðugu eftirliti.“ „En eins og við höfum séð aftur og aftur, í öllum íþróttum, þá þarf ekki nema eitt atvik á röngum tíma til að fólk geri úlfalda úr mýflugu - og það dragi fram það versta í fólki sem eru svokallaðir „aðdáendur“ íþróttarinnar.“ „Það sem kom mér mest á óvart var hversu öfgafullt hatrið, áreitið, og jafnvel líflátshótanirnar sem ég fékk voru,“ skrifaði Latifi, en skilaboðin öll má lesa í færslu hans hér fyrir neðan. A message from me after the events of Abu Dhabi https://t.co/uYj7Ct6ANQ pic.twitter.com/eThFec8nAi— Nicholas Latifi (@NicholasLatifi) December 21, 2021
Formúla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira