Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. desember 2021 06:31 Pepijn Lijnders, á miðri mynd, og Klopp til hægri. vísir/getty Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. Liverpool lék gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og liðið mætir Leicester í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. „Við elskum magnið af leikjum á þessum tíma, en við verðum að bera virðingu fyrir endurheimtinni,“ sagði Lijnders á mánudaginn. „Okkur finnst það algjörlega fáránlegt að við séum að fara að spila leik eftir 48 tíma. Það er miklu meiri hætta á meiðslum.“ NEW: 'It's absurd' - Pep Lijnders slams Premier League decision to go ahead with Liverpool games 🔴#LFC https://t.co/MMsVk7qvcs— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 21, 2021 Félög ensku úrvalsdeildarinnar funduðu á mánudaginn og þá var það samþykkt að ekki yrði frestað leikjunum á milli jóla og nýárs. „Þið verðið að spyrja félögin af hverju þau vilja spila. Þar sem að kórónuveirusmitin eru tiltölulega nýleg þætti mér eðlilegt að fá meiri tíma á milli leikja.“ Lijnders bætti einnig við að honum þætti að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ættu að hlusta á vísindamenn, frekar en stjórnarmenn félaganna, þegar kemur að ákvarðanatöku sem snýr að kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir mér eru sérfræðingarnir ekki þjálfarar deildarinnar, heldur vísindamennirnir og læknarnir. Við ættum að hlusta á þeirra ráðleggingar.“ „Enska úrvalsdeildin ætti að spyrja þá. Ekki stjórnarformennina og ekki þjálfarana, af því að heilsan á alltaf að vera í fyrsta sæti,“ sagði Lijnders að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Liverpool lék gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og liðið mætir Leicester í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld. „Við elskum magnið af leikjum á þessum tíma, en við verðum að bera virðingu fyrir endurheimtinni,“ sagði Lijnders á mánudaginn. „Okkur finnst það algjörlega fáránlegt að við séum að fara að spila leik eftir 48 tíma. Það er miklu meiri hætta á meiðslum.“ NEW: 'It's absurd' - Pep Lijnders slams Premier League decision to go ahead with Liverpool games 🔴#LFC https://t.co/MMsVk7qvcs— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 21, 2021 Félög ensku úrvalsdeildarinnar funduðu á mánudaginn og þá var það samþykkt að ekki yrði frestað leikjunum á milli jóla og nýárs. „Þið verðið að spyrja félögin af hverju þau vilja spila. Þar sem að kórónuveirusmitin eru tiltölulega nýleg þætti mér eðlilegt að fá meiri tíma á milli leikja.“ Lijnders bætti einnig við að honum þætti að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ættu að hlusta á vísindamenn, frekar en stjórnarmenn félaganna, þegar kemur að ákvarðanatöku sem snýr að kórónuveirufaraldrinum. „Fyrir mér eru sérfræðingarnir ekki þjálfarar deildarinnar, heldur vísindamennirnir og læknarnir. Við ættum að hlusta á þeirra ráðleggingar.“ „Enska úrvalsdeildin ætti að spyrja þá. Ekki stjórnarformennina og ekki þjálfarana, af því að heilsan á alltaf að vera í fyrsta sæti,“ sagði Lijnders að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira