Höfnuðu því að gera hlé á enska boltanum um jólin Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2021 15:30 Mohamed Salah og félagar í Liverpool eiga að mæta Leeds í hádeginu á öðrum degi jóla og sá leikur er áfram á áætlun eftir fund dagsins. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Forráðamenn ensku úrvalsdeildarfélaganna í fótbolta ákváðu í dag að keppni yrði áfram haldið í deildinni eins og mögulegt er um jólin, þrátt fyrir mikla fjölgun kórónuveirusmita hjá leikmönnum. Á síðustu tíu dögum hefur þurft að fresta alls tíu leikjum vegna hópsmita hjá liðunum, þar af sex leikjum um nýliðna helgi. Á föstudag var ákveðið að neyðarfundur yrði haldinn í dag og samkvæmt Daily Mail er niðurstaða þess fundar að gera ekki hlé á ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að til að mynda knattspyrnustjórar Brentford og Newcastle hafi kallað eftir því í fjölmiðlum. Samkvæmt Daily Mail hefðu 14 af úrvalsdeildarfélögunum 20 þurft að samþykkja hlé til að það yrði gert. Meirihluti studdi hins vegar við áætlanir deildarinnar um að reyna til hins ítrasta að halda keppni áfram. BREAKING: Premier League clubs reject the idea of cancelling a round of Christmas fixtures https://t.co/SvyoddxjPm pic.twitter.com/HMVBewvAse— MailOnline Sport (@MailSport) December 20, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar hætt við að láta endurtaka leiki í 3. og 4. umferð enska bikarsins þegar lið gera jafntefli, samkvæmt heimildum Daily Mail. Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember Næstu leikir á Englandi eru í enska deildabikarnum en Arsenal mætir Sunderland annað kvöld og á miðvikudag eru þrír úrvalsdeildarslagir í 8-liða úrslitum keppninnar, þegar Tottenham og West Ham mætast, Brentford og Chelsea, og Liverpool og Leicester. Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni á nánast öll að fara fram á öðrum degi jóla, næsta sunnudag, en á að ljúka með leik Newcastle og Manchester United næsta mánudag. Önnur jólaumferð fer svo fram dagana 28.-30. desember og sú þriðja 1.-3. janúar. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Á síðustu tíu dögum hefur þurft að fresta alls tíu leikjum vegna hópsmita hjá liðunum, þar af sex leikjum um nýliðna helgi. Á föstudag var ákveðið að neyðarfundur yrði haldinn í dag og samkvæmt Daily Mail er niðurstaða þess fundar að gera ekki hlé á ensku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að til að mynda knattspyrnustjórar Brentford og Newcastle hafi kallað eftir því í fjölmiðlum. Samkvæmt Daily Mail hefðu 14 af úrvalsdeildarfélögunum 20 þurft að samþykkja hlé til að það yrði gert. Meirihluti studdi hins vegar við áætlanir deildarinnar um að reyna til hins ítrasta að halda keppni áfram. BREAKING: Premier League clubs reject the idea of cancelling a round of Christmas fixtures https://t.co/SvyoddxjPm pic.twitter.com/HMVBewvAse— MailOnline Sport (@MailSport) December 20, 2021 Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar hætt við að láta endurtaka leiki í 3. og 4. umferð enska bikarsins þegar lið gera jafntefli, samkvæmt heimildum Daily Mail. Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember Næstu leikir á Englandi eru í enska deildabikarnum en Arsenal mætir Sunderland annað kvöld og á miðvikudag eru þrír úrvalsdeildarslagir í 8-liða úrslitum keppninnar, þegar Tottenham og West Ham mætast, Brentford og Chelsea, og Liverpool og Leicester. Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni á nánast öll að fara fram á öðrum degi jóla, næsta sunnudag, en á að ljúka með leik Newcastle og Manchester United næsta mánudag. Önnur jólaumferð fer svo fram dagana 28.-30. desember og sú þriðja 1.-3. janúar.
Frestaðir leikir Brighton - Tottenham, 12. desember Brentford - Man United, 14. desember Burnley - Watford, 15. desember Leicester - Tottenham, 16. desember Man Utd - Brighton, 18. desember Southampton - Brentford, 18. desember Aston Villa - Burnley, 18. desember Watford - Crystal Palace, 18. desember West Ham - Norwich, 18. desember Everton - Leicester, 19. desember
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira