Aubameyang hefur ekki verið í leikmannahóp Arsenal í seinustu tveimur leikjum, og nú segir Arteta að leikmaðurinn verði ekki klár í slaginn þegar liðið mætir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Aubameyang is no longer training with the Arsenal first team and is not expected to do so before he leaves for the African Cup of Nations. Until he leaves for Cameroon, he will work on his own at the club's training ground. Story #afc https://t.co/S83jUT5Z4m
— Matt Law (@Matt_Law_DT) December 17, 2021
Varðandi ákvörðunina um að taka fyrirliðabandið af framherjanum sagði þjálfarinn að hann verði að taka ákvarðanir út frá því sem honum þyki réttar á hverjum tíma fyrir sig.
„Ég sit hér að reyna að taka eins góðar ákvarðanir og mögulegt er á hverjum degi,“ sagði Arteta. „Það eina sem ég er að hugsa um er að koma félaginu á eins góðan stað og hægt er, að vernda leikmennina og ná í sem best úrslit á vellinum.“
„Þetta hefur verið erfitt af því að þetta eru erfiðar ákvarðanir, en þú verður að gera það sem þér finnst vera rétt,“ sagði Arteta.