Lífið ætlar að telja niður til jóla með fallegu jólalagi úr safninu á hverjum degi fram að jólum. Í dag, 20. desember, bjóðum við upp á lagið Jól eins og áður, sem heyrðist fyrst fyrir síðustu jól og heimsfaraldur litaði hátíðarhöld Íslendinga.
Lagið Jól eins og áður er eftir Gretu Salóme og Bjarka Bomarz Ómarsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Ásamt Gretu Salóme koma fram þau Sverrir Bergmann, Sigga Beinteins, KK, DJ Muscleboy, Jón Gnarr, Ragnheiður Gröndal, Aron Mola, Birgir Steinn og Katrín Halldóra.