Talið er nítján úr leikmannahópi og starfsliði United séu með kórónuveiruna. Æfingasvæði liðsins var lokað í sólarhring og leiknum gegn Brentford á miðvikudaginn var frestað.
Búið er að fresta leik Tottenham og Leicester City sem átti að fara fram í kvöld vegna kórónuveirusmita hjá liðunum.
Forráðamenn margra félaga í ensku úrvalsdeildinni vilja að keppni verði hætt og ekki hafin aftur fyrr en á nýju ári vegna fjölda kórónuveirusmita.