Toyota kynnti einnig vörulínu sem heitir Toyota bZ eða lengra en núll (e. beyond ZERO). Sem merkir að bílar í þeirri línu eru ekki einungis kolefnishlutlausir heldur hafa raunverulega jákvæð áhrif á umhverfið.

„Fyrsta módelið í þessari línu er bZ4X sem við kynntum nýlega. Hann var þróaður í samstarfi við Subaru sem gerði okkur kleift að elta mýktina og hreyfanleikann, auk þess sem hann býr yfir akstursgetu hefðbundins jepplings,“ sagði forseti Toyota Akio Toyoda á blaðamannafundi í gærmorgun.
Hér má sjá kynninguna í heild sinni. Kynningin sjálf hefst á fimmtándu mínútu.
Áætlanir um 30 nýja bíla á næstu átta árum voru sem áður segir kynntar í gær. Af þeim var helmingurinn sýndur í gær. Það er afar óvenjulegt að kynna 15 nýja rafbíla alla í einu.

Auk bZ4X, sem þegar hafði verið kynntur, mátti sjá á kynningunni pallbíl, sem leit út eins og rafdrifin Tacoma og reffilegan jeppling sem heitir Compact Cruiser EV og minnir helst á FJ Cruiser, tveir litlir rafjepplingar og tveggja sæta sportbíll með þaki sem taka má af. Þá voru einnig kynntir borgarbíll og sendibíll sem gengur undir nafninu MID BOX.

Lexus kynnti meðal annars í gær tveggja sæta sport bíl sem hugsanlega mun vera búinn rafhlöðu sem ekki notar fljótandi rafskaut heldur í föstu formi. Sá bíll gæti samkvæmt Lexus náð 100 km/klst. úr kyrrstöðu á rétt rúmum tveimur sekúndum, ásamt því að státa af um 700 km drægni.