Ranieri vill að sínir menn verði eins og „ísmenn“ inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 17:00 Claudio Ranieri sést hér vera að stýra liði Watford á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robin Jones Claudio Ranieri hefur einfalda uppskrift fyrir sína leikmenn í Watford ætli liðið að bjarga sér frá falli úr deildinni næsta vor. Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti