Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. desember 2021 17:26 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kíktí á bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag en aukinn kraftur hefur verið settur í örvunarbólusetningar í Bretlandi vegna útbreiðslu veirunnar. Vísir/Getty Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi því í morgun að einn einstaklingur sem var smitaður af omíkron afbrigðinu hafi látist en frekari upplýsingar um umræddan einstakling hafa ekki verið gefnar út. Tíu manns eru nú inniliggjandi á sjúkrahúsi á Bretlandi með omíkron afbrigðið en að því er kemur fram í frétt BBC er um að ræða einstaklinga á aldrinum 18 til 85 ára. Flestir þeirra höfðu fengið tvo skammta af bóluefni. Afbrigðið hefur náð að dreifa verulega úr sér frá því að það kom fyrst upp í Suður-Afríku í síðasta mánuði og hafa fjölmörg lönd gripið til hertra aðgerða vegna útbreiðslunnar. Mikið hefur verið rætt um hversu smitandi nýja afbrigðið er samanborið við fyrri afbrigði, þar á meðal delta, en ýmsir sérfræðingar hafa haldið því fram að afbrigðið valdi vægari veikindum. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir Johnson að sá hugsunarháttur, að um sé að ræða vægari útgáfu af veirunni, þurfi að víkja til hliðar að svo stöddu. Örvunarbólusetning besta vopnið Þá sagðist hann reikna með því að meirihluti greindra tilfella í Bretlandi verði vegna ómíkron afbrigðisins á allra næstu dögum og að örvunarbólusetning væri áfram besta vopnið í baráttunni við veiruna. Stjórnvöld hyggjast freista þess að gefa allt að milljón manns örvunarskammt á hverjum degi í desember til að undirbúa samfélagið fyrir „ómíkrón-bylgju“ sem þeir gera ráð fyrir að skelli á landinu í janúar. Alls greindust hátt í 55 þúsund manns smitaðir af veirunni í Bretlandi í gær og fjölgaði andlátum vegna Covid-19 um 38, sé miðað við að innan við 28 dagar hafi liðið frá jákvæðri niðurstöðu. Samþykki þingið nýjar reglur munu frá og með miðvikudeginum 15. desember allir þurfa að sýna Covid-passa ætli þeir að sækja viðburði og fjölfarna staði. Þannig þarf fólk að vera fullbólusett eða að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Johnson vildi ekki útiloka að það kæmi til greina að herða aðgerðir enn frekar fyrir jól. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að um væri að ræða fyrsta andlátið vegna omíkron afbrigðisins. Hið rétta er þó að einstaklingur með afbrigðið hafi látist en dánarorsök liggur ekki fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01 WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Ómíkronsmitaðir leggjast inn á spítala í fyrsta sinn Einn af hverjum þremur sem smitast af kórónuveirunni í Lundúnum smitast af ómíkron-afbrigðinu. Nú hafa fyrstu sjúklingarnir lagst inn á spítala með afbrigðið á Bretlandseyjum. 12. desember 2021 15:01
WHO segir að bóluefnin ættu að veita góða vörn gegn alvarlegum veikindum Tiltæk bóluefni í heiminum ættu að vernda fólk vel gegn alvarlegum veikindum af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Þetta segir Mike Ryan, sem fer fyrir neyðarviðbrögðum hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. 8. desember 2021 08:00
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21