„Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2021 11:00 Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson eru sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur haustið 2010. Vísir Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ eru birt skilaboð fyrrverandi vinkonu þeirra Arons Einars og Eggerts til konunnar sem þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað eftir landsleik í Kaupmannahöfn haustið 2010. Tengdamóðir þolanda lét skilaboðin fylgja með tölvupósti sem hún sendi á stjórn KSÍ og alla starfsmenn sambandsins þar sem hún greindi frá meintri nauðgun sem tengdadóttir hennar varð fyrir. Hún sendi póstinn eftir frægt viðtal Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, í Kastljósi. „Þar sem frásögn mín sem starfsmanns KSÍ til að verða 25 ára og tengdamóður þolandans, flokkast ekki sem ábending í eyrum og augum formanns KSÍ samkvæmt viðtali í Kastljósi sem og fleiri fjölmiðlum, sendi ég hér með formlega ábendingu um meint kynferðisofbeldi tveggja landsliðsmanna eftir landsleik Danmerkur og Íslands á Parken 7.september 2010. Meðfylgjandi er frásögn tengdadóttur minnar sem ég er marg búin að ræða um við Guðna og einnig fylgja með skilaboð sem tengdadóttir mín fékk nýverið frá fyrrum vinkonu þessara leikmanna.“ Í skilaboðunum segist vinkonan fyrrverandi sjá afar mikið eftir því að hafa stutt við bakið á þeim Aroni Einari og Eggerti og biður meintan þolanda afsökunar á afstöðu sinni. Hún segist á endanum hafa hætt samskiptum við leikmennina „út af svo mörgum furðulegum atvikum þar sem ég var neydd til að ljúga fyrir þá og taka með þeim stöðu.“ Skilaboð vinkonunnar til meints þolanda, sem er kölluð Z í skýrslunni, eru svohljóðandi: Sæl [Z], Ég er búinn að skrifa þessi skilaboð cirka 100 sinnum og stroka út því ég veit í rauninni ekkert hvað ég get sagt. Ég trúi samt á það að viðurkenna mistök sín og taka ábyrgð og ætla þess vegna að henda þessu til þín. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk símtal frá vini mínum út af þessu atviki sem þú lentir í 2010. Þetta voru vinir mínir sem gerðu þér þetta. Það hafði spurst út að þú ætlaðir að kæra þá og vinahópurinn átti að fara á fullt að reyna að koma í veg fyrir það til þess að skemma ekki þeirra mannorð. Alger bilun ég veit. Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér. Frægð og frama, peninga, vinsældir og voru ekkert eðlilega sannfærandi þegar þeir sögðu að þú hefðir viljað þetta allan tímann og að þetta væri kjaftæði. Þeir gátu ekki einu sinni staðið saman heldur bentu á hvorn annan og sögðu að hinn hefði gert þetta. Ég var algerlega heilaþvegin og tók með þeim stöðu. Þú dróst þetta svo til baka og þeir héldu bara áfram með lífið einsog ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð. Ég hef svo oft hugsað um þetta atvik, og nú mörgum árum seinna þegar ég er búin að slíta öllum mínum samskiptum við þá fyrir löngu út af svo mörgum furðulegum atvikum þar sem ég var neydd til að ljúga fyrir þá og taka með þeim stöðu þá sé ég [...] Mér finnst ógeðslegt að hugsa til þess hvernig ég tók afstöðu með þeim gegn þér. Mig langaði bara að biðja þig afsökunar þó að þú hafir fullan rétt á að kasta því út á hafsauga. Ég er stolt af þér að koma með þetta fram, ég trúi þér og ég stend með þér ef þú ætlar með þetta mál lengra. Konan sagði sögu sína á Instagram 9. maí síðastliðinn. Þar sagði hún tvo menn hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn haustið 2010 en nafngreindi þá ekki. Rannsókn lögreglu á málinu stendur nú yfir en bæði Aron Einar og Eggert hafa gefið skýrslu. Í yfirlýsingu frá lögmönnum þeirra segir að þeir búist fastlega við því að málið verði fellt niður. Aron Einar og Eggert stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og sóru af sér allar sakir. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands. 8. desember 2021 10:00 „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 8. desember 2021 09:01 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Opið bréf til Arons Einars og Eggerts Gunnþórs Í maí á þessu ári steig hugrökk kona fram og sagði frá kynferðisbroti sem hún hafði orðið fyrir árið 2010, hópnauðgun af hendi tveggja landsliðsmanna á þeim tíma. 3. desember 2021 20:00 Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ eru birt skilaboð fyrrverandi vinkonu þeirra Arons Einars og Eggerts til konunnar sem þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað eftir landsleik í Kaupmannahöfn haustið 2010. Tengdamóðir þolanda lét skilaboðin fylgja með tölvupósti sem hún sendi á stjórn KSÍ og alla starfsmenn sambandsins þar sem hún greindi frá meintri nauðgun sem tengdadóttir hennar varð fyrir. Hún sendi póstinn eftir frægt viðtal Guðna Bergssonar, þáverandi formanns KSÍ, í Kastljósi. „Þar sem frásögn mín sem starfsmanns KSÍ til að verða 25 ára og tengdamóður þolandans, flokkast ekki sem ábending í eyrum og augum formanns KSÍ samkvæmt viðtali í Kastljósi sem og fleiri fjölmiðlum, sendi ég hér með formlega ábendingu um meint kynferðisofbeldi tveggja landsliðsmanna eftir landsleik Danmerkur og Íslands á Parken 7.september 2010. Meðfylgjandi er frásögn tengdadóttur minnar sem ég er marg búin að ræða um við Guðna og einnig fylgja með skilaboð sem tengdadóttir mín fékk nýverið frá fyrrum vinkonu þessara leikmanna.“ Í skilaboðunum segist vinkonan fyrrverandi sjá afar mikið eftir því að hafa stutt við bakið á þeim Aroni Einari og Eggerti og biður meintan þolanda afsökunar á afstöðu sinni. Hún segist á endanum hafa hætt samskiptum við leikmennina „út af svo mörgum furðulegum atvikum þar sem ég var neydd til að ljúga fyrir þá og taka með þeim stöðu.“ Skilaboð vinkonunnar til meints þolanda, sem er kölluð Z í skýrslunni, eru svohljóðandi: Sæl [Z], Ég er búinn að skrifa þessi skilaboð cirka 100 sinnum og stroka út því ég veit í rauninni ekkert hvað ég get sagt. Ég trúi samt á það að viðurkenna mistök sín og taka ábyrgð og ætla þess vegna að henda þessu til þín. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk símtal frá vini mínum út af þessu atviki sem þú lentir í 2010. Þetta voru vinir mínir sem gerðu þér þetta. Það hafði spurst út að þú ætlaðir að kæra þá og vinahópurinn átti að fara á fullt að reyna að koma í veg fyrir það til þess að skemma ekki þeirra mannorð. Alger bilun ég veit. Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér. Frægð og frama, peninga, vinsældir og voru ekkert eðlilega sannfærandi þegar þeir sögðu að þú hefðir viljað þetta allan tímann og að þetta væri kjaftæði. Þeir gátu ekki einu sinni staðið saman heldur bentu á hvorn annan og sögðu að hinn hefði gert þetta. Ég var algerlega heilaþvegin og tók með þeim stöðu. Þú dróst þetta svo til baka og þeir héldu bara áfram með lífið einsog ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð. Ég hef svo oft hugsað um þetta atvik, og nú mörgum árum seinna þegar ég er búin að slíta öllum mínum samskiptum við þá fyrir löngu út af svo mörgum furðulegum atvikum þar sem ég var neydd til að ljúga fyrir þá og taka með þeim stöðu þá sé ég [...] Mér finnst ógeðslegt að hugsa til þess hvernig ég tók afstöðu með þeim gegn þér. Mig langaði bara að biðja þig afsökunar þó að þú hafir fullan rétt á að kasta því út á hafsauga. Ég er stolt af þér að koma með þetta fram, ég trúi þér og ég stend með þér ef þú ætlar með þetta mál lengra. Konan sagði sögu sína á Instagram 9. maí síðastliðinn. Þar sagði hún tvo menn hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn haustið 2010 en nafngreindi þá ekki. Rannsókn lögreglu á málinu stendur nú yfir en bæði Aron Einar og Eggert hafa gefið skýrslu. Í yfirlýsingu frá lögmönnum þeirra segir að þeir búist fastlega við því að málið verði fellt niður. Aron Einar og Eggert stigu fram í október í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar og sóru af sér allar sakir. Aron Einar sagðist aldrei hafa beitt ofbeldi og Eggert sagðist fullkomlega saklaus af því sem hann hefur verið sakaður um.
Sæl [Z], Ég er búinn að skrifa þessi skilaboð cirka 100 sinnum og stroka út því ég veit í rauninni ekkert hvað ég get sagt. Ég trúi samt á það að viðurkenna mistök sín og taka ábyrgð og ætla þess vegna að henda þessu til þín. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar ég fékk símtal frá vini mínum út af þessu atviki sem þú lentir í 2010. Þetta voru vinir mínir sem gerðu þér þetta. Það hafði spurst út að þú ætlaðir að kæra þá og vinahópurinn átti að fara á fullt að reyna að koma í veg fyrir það til þess að skemma ekki þeirra mannorð. Alger bilun ég veit. Þessir strákar höfðu allt valdið í höndum sér. Frægð og frama, peninga, vinsældir og voru ekkert eðlilega sannfærandi þegar þeir sögðu að þú hefðir viljað þetta allan tímann og að þetta væri kjaftæði. Þeir gátu ekki einu sinni staðið saman heldur bentu á hvorn annan og sögðu að hinn hefði gert þetta. Ég var algerlega heilaþvegin og tók með þeim stöðu. Þú dróst þetta svo til baka og þeir héldu bara áfram með lífið einsog ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð. Ég hef svo oft hugsað um þetta atvik, og nú mörgum árum seinna þegar ég er búin að slíta öllum mínum samskiptum við þá fyrir löngu út af svo mörgum furðulegum atvikum þar sem ég var neydd til að ljúga fyrir þá og taka með þeim stöðu þá sé ég [...] Mér finnst ógeðslegt að hugsa til þess hvernig ég tók afstöðu með þeim gegn þér. Mig langaði bara að biðja þig afsökunar þó að þú hafir fullan rétt á að kasta því út á hafsauga. Ég er stolt af þér að koma með þetta fram, ég trúi þér og ég stend með þér ef þú ætlar með þetta mál lengra.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands. 8. desember 2021 10:00 „SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 8. desember 2021 09:01 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Opið bréf til Arons Einars og Eggerts Gunnþórs Í maí á þessu ári steig hugrökk kona fram og sagði frá kynferðisbroti sem hún hafði orðið fyrir árið 2010, hópnauðgun af hendi tveggja landsliðsmanna á þeim tíma. 3. desember 2021 20:00 Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Klöru ráðlagt að sækja barn sitt ekki í leikskólann Fjölmargar hótanir bárust Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, í haust. Henni var meðal annars ráðlagt að sækja barn sitt ekki á leikskóla. Þá gekk hún út úr höfuðstöðvum KSÍ eftir að hafa átt samtal við forseta Íslands. 8. desember 2021 10:00
„SOS Arnar er brjálaður, við þurfum að aðstoða hann“ Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var afar ósáttur við að stjórn KSÍ hafi tekið Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum í haust. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 8. desember 2021 09:01
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23
Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30
Opið bréf til Arons Einars og Eggerts Gunnþórs Í maí á þessu ári steig hugrökk kona fram og sagði frá kynferðisbroti sem hún hafði orðið fyrir árið 2010, hópnauðgun af hendi tveggja landsliðsmanna á þeim tíma. 3. desember 2021 20:00
Aron Einar og Eggert reikna með því að málið verði fellt niður Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010. Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, gaf skýrslu hjá lögreglu í sama máli í gær. Leikmennirnir segjast báðir reikna með því að málið verði fellt niður. 2. desember 2021 12:13