Seðlabankinn ítrekar mikilvægi innlendrar greiðslumiðlunar Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2021 08:47 Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn. Vísir/Vilhelm Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ítrekað að brýnt sé að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Þá er ítrekað að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem hún sendi frá sér í morgun. Þar segir að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina sé litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn og að eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síðustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sérstaklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mánuðum. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörðun nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Nefndin skoðar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar. Nefndin lagði í nóvember endanlegt mat á skilabærni kerfislega mikilvægra viðskiptabanka. Þá hefur nefndin nú einnig samþykkt MREL-stefnu, þar sem m.a. er tilgreint hvernig MREL-krafa lánastofnana er ákvörðuð. MREL-krafa felur í sér að eigið fé og tilteknar skuldir fjármálafyrirtækis nægi til að tryggja að það geti mætt ófyrirséðu tapi og að hægt verði að endurfjármagna það án opinbers fjárstuðnings, ef það telst vera á fallandi fæti. Nefndin ítrekar að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Brýnt er að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni. Seðlabankinn Efnahagsmál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar sem hún sendi frá sér í morgun. Þar segir að staða fjármálastöðugleika sé góð þegar á heildina sé litið, þó að óvissa vegna faraldursins sé enn nokkur. Nefndin segir viðnámsþrótt stóru bankanna þriggja vera mikinn og að eiginfjár- og lausafjárstaða þeirra sé vel yfir lögbundnum mörkum og þeir hafi greiðan aðgang að fjármögnun. „Kröftugur efnahagsbati hefur á síðustu mánuðum stutt við heimili og fyrirtæki. Hlutabréfa- og fasteignaverð hefur hækkað verulega undanfarin misseri. Kerfisáhætta vex áfram, sérstaklega vegna skuldavaxtar heimila samhliða hækkandi íbúðaverði. Aðhald peninga- og þjóðhagsvarúðarstefnu hefur verið hert nokkuð á síðustu mánuðum. Nefndin ákvað í ársfjórðungslegu endurmati á sveiflujöfnunaraukanum að halda gildi aukans óbreyttu. Ákvörðun nefndarinnar frá september um að hækka aukann úr 0% í 2% mun taka gildi í lok september árið 2022. Nefndin skoðar hvert hlutlaust gildi sveiflujöfnunaraukans verði til framtíðar. Nefndin lagði í nóvember endanlegt mat á skilabærni kerfislega mikilvægra viðskiptabanka. Þá hefur nefndin nú einnig samþykkt MREL-stefnu, þar sem m.a. er tilgreint hvernig MREL-krafa lánastofnana er ákvörðuð. MREL-krafa felur í sér að eigið fé og tilteknar skuldir fjármálafyrirtækis nægi til að tryggja að það geti mætt ófyrirséðu tapi og að hægt verði að endurfjármagna það án opinbers fjárstuðnings, ef það telst vera á fallandi fæti. Nefndin ítrekar að hugað verði að rekstraröryggi greiðslukerfa og minnir rekstraraðila á mikilvægi þess að tryggja rekstrarsamfellu. Brýnt er að áfram verði unnið að innleiðingu á óháðri innlendri smágreiðslulausn án tengingar við alþjóðlega kortainnviði. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi,“ segir í yfirlýsingunni.
Seðlabankinn Efnahagsmál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. 29. september 2021 08:44