Þurfi að takast á við þetta sem íþróttahreyfing og samfélag Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2021 23:30 Vanda Sigurgeirsdóttir á aukaþingi KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fagnar nýrri skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi. Ábendingar í henni muni nýtast stjórn KSÍ mjög vel í þeirri vinnu sem framundan er. Úttektarnefndin skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Þá er því beint til stjórnar knattspyrnusambandsins að útbúinn verði sérstakur farvegur fyrir tilkynningar er varða kynferðisbrot. „Við vitum það að við þurfum að laga verklagið, ekki bara hjá KSÍ heldur hjá íþróttahreyfingunni í heild sinni, og sú vinna er farin af stað. Það er starfshópur að störfum á vegum ÍSÍ sem mun á nýju ári skila tillögum sem eiga að verða að reglugerð í mars á næsta ári. Það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem við verðum að bæta og við erum ekkert að reyna að fela það heldur munum við laga þetta og erum lögð af stað,“ sagði Vanda í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ofbeldi ekki liðið Vanda bætti við henni hafi ekki enn gefist tækifæri til að lesa hina 107 blaðsíðna skýrslu spjaldanna á milli en nú þurfi stjórn KSÍ að fá skýrsluna í hendur og leggjast yfir niðurstöðurnar. Þar að auki hafi annar starfshópur á vegum KSÍ skilað af sér skýrslu um sömu málefni fyrir nokkrum vikum. „Öll þessi gögn sem við erum að fá frá fagfólki munum við nota til þess að gera góða hreyfingu enn betri og til að koma þessum málum í lag, af því að það er eitthvað sem verður að vera í lagi. Ofbeldi er ekki liðið, það verður að vera örugg leið fyrir fólk og við þurfum að takast á við þetta sem knattspyrnuhreyfing, sem íþróttahreyfing og sem samfélag,“ segir Vanda. Leggja til að kostir og gallar kynjakvóta verði kannaðir Í skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ er meðal annars talað fyrir því að stjórnendur KSÍ reyni að fjölga konum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Er til að mynda minnst á kynjakvóta í því samhengi. „Ég er náttúrlega jafnréttiskona en mér finnst mjög mikilvægt að tala um að það kemur líka fram í skýrslunni að KSÍ hafi beitt sér með virkum hætti fyrir því að jafna aðbúnað karla og kvenna með alls konar aðferðum,“ segir Vanda. „Það er margt vel gert. Þau segja það í skýrslunni að það er ekki hægt að draga neina ályktun um að það sé einhvers konar aðstæður innan KSÍ sem hamli þátttöku kvenna, en aftur á móti er komið með hugmyndir um það hvað megi gera betur og þar á meðal þetta með að jafna hlut kvenna í stjórnum og nefndum og það er eitthvað sem við munum skoða eins og öll önnur góð ráð.“ Hlusta má á viðtalið við Vöndu í síðari hluta innslagsins. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir úttektina á KSÍ vera gaslýsing á þolendur Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir að skýrsla úttektarnefndar vegna viðbragða KSÍ við kynferðisbrotamálum sé opinber gaslýsing á þolendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennar segir skýrsluna hafa verið „pínu svekk“. 7. desember 2021 19:29 Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44 Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Úttektarnefndin skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Þá er því beint til stjórnar knattspyrnusambandsins að útbúinn verði sérstakur farvegur fyrir tilkynningar er varða kynferðisbrot. „Við vitum það að við þurfum að laga verklagið, ekki bara hjá KSÍ heldur hjá íþróttahreyfingunni í heild sinni, og sú vinna er farin af stað. Það er starfshópur að störfum á vegum ÍSÍ sem mun á nýju ári skila tillögum sem eiga að verða að reglugerð í mars á næsta ári. Það er alveg ljóst að þetta er eitthvað sem við verðum að bæta og við erum ekkert að reyna að fela það heldur munum við laga þetta og erum lögð af stað,“ sagði Vanda í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ofbeldi ekki liðið Vanda bætti við henni hafi ekki enn gefist tækifæri til að lesa hina 107 blaðsíðna skýrslu spjaldanna á milli en nú þurfi stjórn KSÍ að fá skýrsluna í hendur og leggjast yfir niðurstöðurnar. Þar að auki hafi annar starfshópur á vegum KSÍ skilað af sér skýrslu um sömu málefni fyrir nokkrum vikum. „Öll þessi gögn sem við erum að fá frá fagfólki munum við nota til þess að gera góða hreyfingu enn betri og til að koma þessum málum í lag, af því að það er eitthvað sem verður að vera í lagi. Ofbeldi er ekki liðið, það verður að vera örugg leið fyrir fólk og við þurfum að takast á við þetta sem knattspyrnuhreyfing, sem íþróttahreyfing og sem samfélag,“ segir Vanda. Leggja til að kostir og gallar kynjakvóta verði kannaðir Í skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ er meðal annars talað fyrir því að stjórnendur KSÍ reyni að fjölga konum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Er til að mynda minnst á kynjakvóta í því samhengi. „Ég er náttúrlega jafnréttiskona en mér finnst mjög mikilvægt að tala um að það kemur líka fram í skýrslunni að KSÍ hafi beitt sér með virkum hætti fyrir því að jafna aðbúnað karla og kvenna með alls konar aðferðum,“ segir Vanda. „Það er margt vel gert. Þau segja það í skýrslunni að það er ekki hægt að draga neina ályktun um að það sé einhvers konar aðstæður innan KSÍ sem hamli þátttöku kvenna, en aftur á móti er komið með hugmyndir um það hvað megi gera betur og þar á meðal þetta með að jafna hlut kvenna í stjórnum og nefndum og það er eitthvað sem við munum skoða eins og öll önnur góð ráð.“ Hlusta má á viðtalið við Vöndu í síðari hluta innslagsins. Tengd skjöl Uttekt_a_KSIPDF1.3MBSækja skjal
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir úttektina á KSÍ vera gaslýsing á þolendur Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir að skýrsla úttektarnefndar vegna viðbragða KSÍ við kynferðisbrotamálum sé opinber gaslýsing á þolendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennar segir skýrsluna hafa verið „pínu svekk“. 7. desember 2021 19:29 Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44 Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Segir úttektina á KSÍ vera gaslýsing á þolendur Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir að skýrsla úttektarnefndar vegna viðbragða KSÍ við kynferðisbrotamálum sé opinber gaslýsing á þolendur. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennar segir skýrsluna hafa verið „pínu svekk“. 7. desember 2021 19:29
Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. 7. desember 2021 15:44
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14
KSÍ vissi af fjórum málum | Guðni fékk tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um kynferðisofbeldi Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Þar segir meðal annars að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að innan KSÍ hafi verið vitneskja um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir tengdir sambandinu hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. 7. desember 2021 14:23