Dómari og starfsmaður yngra landsliðs sagðir gerendur í tveimur málanna Sindri Sverrisson skrifar 7. desember 2021 15:44 Kynferðisbrotamál hafa varpað miklum skugga á íslenskt fótboltalíf á árinu sem er að líða. Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðanna, sýndi þolendum stuðning í verki á leik gegn Rúmeníu í haust. vísir/vilhelm Tvö kynferðisbrotamálanna sem óháð úttektarnefnd ÍSÍ segir að stjórn KSÍ hafi fengið vitneskju um frá árinu 2010 tengjast annars vegar dómara og hins vegar starfsmanni yngra landsliðs. Hvorugur hefur starfað frekar fyrir KSÍ eftir að sambandinu var tilkynnt um mál þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu úttektarnefndarinnar sem gefin var út í dag. Nefndin skoðaði tímabilið frá 2010-2021 og komst að þeirri niðurstöðu að KSÍ hefði verið kunnugt um fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir starfsmenn KSÍ hefðu beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Tvö málanna tengjast samtals þremur leikmönnum A-landsliðs karla eins og fram hefur komið – annars vegar Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, og hins vegar Kolbeini Sigþórssyni. Mál Arons og Eggerts er það eina sem nefndin telur ljóst að KSÍ hafi ekki brugðist við. Mun hafa brotið á starfsmanni hótels Hin tvö málin tengjast ekki leikmönnum. Annað þeirra mun varða knattspyrnudómara sem hlaut dóm fyrir nauðgun. Var hann tafarlaust látinn hætta dómgæslu í kjölfar þess að KSÍ fékk vitneskju um að hann hefði verið dæmdur sekur. Beiðni dómarans um að fá að halda áfram störfum á meðan að mál hans væri í áfrýjunarferli var hafnað af hálfu KSÍ og hefur hann ekki dæmt leiki síðan. Hitt málið varðar starfsmann eins af yngri landsliðum KSÍ sem mun hafa gerst brotlegur gegn starfsmanni hótels sem liðið dvaldi á í keppnisferð. Sá starfaði sem verktaki og hefur ekki sinnt frekari verkefnum fyrir KSÍ eftir að sambandið fékk vitneskju um málið. Ekki fjallað um mál vegna kynferðislegrar áreitni Í skýrslunni kemur einnig fram að nefndinni sé kunnugt um tvö mál sem KSÍ hafi þurft að taka á vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu einstaklings sem sinnt hafi verkefnum innan knattspyrnuhreyfingarinnar á vegum KSÍ. Nefndinni hafi hins vegar verið ætlað að fjalla um vitneskju stjórnar og starfsmanna KSÍ um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi, og því hafi ekki verið fjallað sérstaklega um þessi tvö mál.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Guðni segist hafa einblínt um of á form og trúnað Guðni Bergsson fráfarandi formaður KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ. 7. desember 2021 15:14
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43
Kynntu úttekt á viðbrögðum KSÍ vegna kynferðisbrotamála Óháð nefnd ÍSÍ kynnti niðurstöður úttektar á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands á blaðamannafundi í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 7. desember 2021 13:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti