Hamilton hafði betur eftir dramatíska keppni | Allt jafnt fyrir síðasta kappakstur ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 21:01 Lewis Hamilton vann hádramatískan sigur í Sádi-Arabíu. Dan Mullan/Getty Images Það verður seint sagt að Formúlu 1 kappakstur dagsins hafi verið tíðindalítill. Lewis Hamilton fór með sigur af hólmi eftir að hann og Max Verstappen, hans helsti keppinautur, skullu saman þegar líða var farið á keppni dagsins. Hamilton og Verstappen eru nú jafnir að stigum í keppni ökumanna þegar aðeins einn kappakstur er eftir af keppnistímabilinu. Keppni dagsins fór fram í Jeddah í Sádi-Arabíu, var þetta fyrsta keppnin sem fer fram þar í landi. Mikil spenna var fyrir keppnina enda Hamilton og Verstappen í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn. Eftir að hafa skipst á að leiða kappaksturinn var það Hamilton sem kom fyrstur í mark á meðan Hollendingurinn Verstappen var í öðru sæti. After 50 intense laps of battling, the emotions come pouring out for @MercedesAMGF1 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/JMXkWwKPyq— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 Var þetta 102. sigur Hamilton í Formúlu 1 frá upphafi. Þetta var einnig þriðji sigur Hamilton í röð, eitthvað sem honum hafði ekki tekist á tímabilinu, fyrr en í dag. Þar með hefur Bretinn þurrkað út forystu Verstappen sem þýðir að þeir eru jafnir að stigum fyrir lokakappakstur tímabilsins sem fram fer í Abu Dhabi um næstu helgi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Verstappen hafði klesst bíl sinn í tímatökunni í gær og var aftur í sviðsljósinu í dag. Á tíunda hring keppninnar fór Mick Schumacher af brautinni og þurfti öryggisbíllinn að koma inn til að hægja á ökumönnum. Illa gekk að ná flæði í kappaksturinn í upphafi og tvö rauð flögg til viðbótar hægðu á keppninni. Verstappen nýtti sér eitt slíkt augnablik og náði toppsætinu, honum var hins vegar skipað að gefa toppsætið til baka. Verstappen hægði á sér en virtist svo hemla full harkalega þannig að Hamilton klessti aftan á hann án þess þó að bílar þeirra væru ónothæfir. Það urðu þó skemmdir á hægri framvængnum á bíl Hamiltons. The big talking point from Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bkWWqlcbyO— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Ég skyldi ekki alveg af hverju hann bremsaði svona harkalega. Svo eftir að ég rakst aftan á hann þá keyrði hann í burtu sem var frekar skrítið,“ sagði Hamilton um „áreksturinn“ milli sín og Verstappen. Síðar fékk Verstappen fimm sekúndna refsingu fyrir að þvinga Hamilton út af brautinni. Hamilton tók á endanum forystuna á hring 43 og fór það svo að hann vann sigur í Sádi-Arabíu og nú er spennan óbærileg fyrir síðasta kappakstur tímabilsins. „Sem betur fer vita áhorfendur hvað kappakstur snýst um því það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég er bara að reyna að keppa en þessi íþrótt snýst meira um refsingar heldur en að keppa. Fyrir mér er þetta ekki Formúla 1 en sem betur fer nutu áhorfendurnir sín. Er greinilega ekki nægilega fljótur en samt í öðru sæti,“ sagði pirraður Verstappen eftir keppni dagsins. MAX: "It was eventful, a lot of things happened that I don't fully agree with but it is what it is."I slowed down, I wanted to let him by, I was on the right but he didn't want to overtake and we touched. I don't really understand what happened there"#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bvQyx7CxNW— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég reyndi að vera eins skynsamur og ég gat. Við höfum lent í mörgum skakkaföllum á þessu tímabili en höfum meðhöndlað þau öll vel. Ég er mjög stoltur af teyminu okkar og þakklátur fyrir bílinn í þessum kappakstri,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Hamilton að kappakstri loknum í dag. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes, endaði í þriðja sæti í kappakstri dagsins. Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton og Verstappen eru nú jafnir að stigum í keppni ökumanna þegar aðeins einn kappakstur er eftir af keppnistímabilinu. Keppni dagsins fór fram í Jeddah í Sádi-Arabíu, var þetta fyrsta keppnin sem fer fram þar í landi. Mikil spenna var fyrir keppnina enda Hamilton og Verstappen í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn. Eftir að hafa skipst á að leiða kappaksturinn var það Hamilton sem kom fyrstur í mark á meðan Hollendingurinn Verstappen var í öðru sæti. After 50 intense laps of battling, the emotions come pouring out for @MercedesAMGF1 #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/JMXkWwKPyq— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 Var þetta 102. sigur Hamilton í Formúlu 1 frá upphafi. Þetta var einnig þriðji sigur Hamilton í röð, eitthvað sem honum hafði ekki tekist á tímabilinu, fyrr en í dag. Þar með hefur Bretinn þurrkað út forystu Verstappen sem þýðir að þeir eru jafnir að stigum fyrir lokakappakstur tímabilsins sem fram fer í Abu Dhabi um næstu helgi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Verstappen hafði klesst bíl sinn í tímatökunni í gær og var aftur í sviðsljósinu í dag. Á tíunda hring keppninnar fór Mick Schumacher af brautinni og þurfti öryggisbíllinn að koma inn til að hægja á ökumönnum. Illa gekk að ná flæði í kappaksturinn í upphafi og tvö rauð flögg til viðbótar hægðu á keppninni. Verstappen nýtti sér eitt slíkt augnablik og náði toppsætinu, honum var hins vegar skipað að gefa toppsætið til baka. Verstappen hægði á sér en virtist svo hemla full harkalega þannig að Hamilton klessti aftan á hann án þess þó að bílar þeirra væru ónothæfir. Það urðu þó skemmdir á hægri framvængnum á bíl Hamiltons. The big talking point from Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bkWWqlcbyO— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Ég skyldi ekki alveg af hverju hann bremsaði svona harkalega. Svo eftir að ég rakst aftan á hann þá keyrði hann í burtu sem var frekar skrítið,“ sagði Hamilton um „áreksturinn“ milli sín og Verstappen. Síðar fékk Verstappen fimm sekúndna refsingu fyrir að þvinga Hamilton út af brautinni. Hamilton tók á endanum forystuna á hring 43 og fór það svo að hann vann sigur í Sádi-Arabíu og nú er spennan óbærileg fyrir síðasta kappakstur tímabilsins. „Sem betur fer vita áhorfendur hvað kappakstur snýst um því það sem gerðist í dag er ótrúlegt. Ég er bara að reyna að keppa en þessi íþrótt snýst meira um refsingar heldur en að keppa. Fyrir mér er þetta ekki Formúla 1 en sem betur fer nutu áhorfendurnir sín. Er greinilega ekki nægilega fljótur en samt í öðru sæti,“ sagði pirraður Verstappen eftir keppni dagsins. MAX: "It was eventful, a lot of things happened that I don't fully agree with but it is what it is."I slowed down, I wanted to let him by, I was on the right but he didn't want to overtake and we touched. I don't really understand what happened there"#SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/bvQyx7CxNW— Formula 1 (@F1) December 5, 2021 „Þetta var ótrúlega erfitt. Ég reyndi að vera eins skynsamur og ég gat. Við höfum lent í mörgum skakkaföllum á þessu tímabili en höfum meðhöndlað þau öll vel. Ég er mjög stoltur af teyminu okkar og þakklátur fyrir bílinn í þessum kappakstri,“ sagði sjöfaldi heimsmeistarinn Hamilton að kappakstri loknum í dag. Valtteri Bottas, samherji Hamilton hjá Mercedes, endaði í þriðja sæti í kappakstri dagsins.
Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira