Sveindís Jane komin í skærgrænt: Ég elska að skora mörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2021 09:31 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skipt úr appelsínugulu í skærgrænt. Hér er hún í búningi Wolfsburg. Instagram/@sveindisss Þýska stórliðið Wolfsburg kynnti íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur til leiks á miðlum sínum í dag. Það má sjá myndir af henni sem og viðtal við hana á Youtube-síðu Wolfsburg. Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a> Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira
Sveindís Jane kvaddi íslenska landsliðið eftir sigur á Kýpur á þriðjudagskvöldið en þrátt fyrir að tímabilið sé búið hjá liðsfélögum hennar Kristianstad þá er í raun annað tímabil í fullum gangi hjá íslenska landsliðsframherjanum. Lánssamningur Sveindísar hjá Kristianstad rennur út um áramót og hún er að fara að spila með þýska liðsins Wolfsburg sem hafði samið við hana fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg bauð Sveindísi velkomna á miðlum sínum í gær og birti myndir af henni í skærgrænum búningi liðsins. Sveindís fær treyju númer 32 hjá Wolfsburg en hún hefur spilað númer 23 hjá íslenska landsliðinu og sænska liðinu. Þýska landsliðskonan Sara Doorsoun spilar hins vegar númer 23 hjá Wolfsburg. Sveindís kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Wolfsburg á Youtube-síðu félagsins. Hún talaði reyndar á ensku en mun eflaust fara strax að vinna í þýskunni. „Halló. Ég heiti Sveindís Jane Jónsdóttir, ég spila númer 32 og er framherji,“ byrjaði okkar kona en af hverju Wolfsburg? „Ég vildi spila fyrir virkilega gott lið og Wolfsburg er eitt besta lið í heimi. Ég er því mjög ánægð með að vera komin hingað,“ sagði Sveindís. „Ég spila sem framherji og elska að skora mörk. Ég er góð í því og ég er líka mjög fljót. Það eru vopnin sem ég hef,“ sagði Sveindís. „Ég myndi segja að ég sé vingjarnleg en ég get verið svolítið feimin. Þegar þú kynnist mér þá er ég ekki feimin lengur,“ sagði Sveindís. „Ég vil vinna alla leiki og ég spila fótbolta af því að sigurtilfinningin er svo góð. Ég vil kynnast þeirri tilfinningu í hvert skipti sem ég spila fótbolta,“ sagði Sveindís. „Það sem er mikilvægt er að við spilum saman sem eitt lið og séum góðar vinkonur. Við eigum síðan að fara inn á völlinn með það markmið að vinna alla leiki,“ sagði Sveindís. Sveindís kom að tíu mörkum í nítján deildarleikjum í Svíþjóð, skoraði sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Hún var einnig markahæsta landsliðskona Íslands á árinu 2021 með fjögur mörk eftir að hafa skorað í þremur síðustu landsleikjum ársins. Þýska deildin er spiluð yfir vetrartímann ólíkt því í Svíþjóð sem er í gangi yfir sumarið. Það má sjá viðtalið við Sveindísi hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dzK0cAF4tgo">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi EM 2021 í Englandi Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Sjá meira