Rafbíllinn MG ZS EV Luxury með 440 km drægni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. desember 2021 07:01 MG ZS EV Luxury. BL við Sævarhöfða kynnir á morgun laugardag, 4. desember milli kl. 12 og 16, uppfærðan og útlitsbreyttan MG ZS EV Luxury með 72 kWh rafhlöðu með uppgefinni 440 km drægni samkvæmt WLTP mælingum í blönduðum akstri. MG ZS EV er fimm manna fólksbíll sem hjá BL kostar 5.490 þúsundir króna. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Meðal helstu útlitsbreytinga má nefna nýtt grill, nýjar fimm arma álfelgur, fjölljósa díóðuljós (LED) í aðalljósum að framan og aftan auk þess sem hleðsluhöfnin hefur verið færð yfir á aftanvert vinstra frambretti, en var áður staðsett framan á bílnum. Þá er MG ZS EV Luxury einnig búinn tveimur hleðslukostum, annars vegar þriggja fasa 11 kW AC hleðslu og hins vegar 92 kW DC hraðhleðslu. Innra rými í MG ZS EV. Meiri þægindi Í farþegarými er komin aukin snjalltækni og má sem dæmi nefna að USB innstungum hefur verið fjölgað um þrjár. Farþegar hafa nú m.a. aðgang að þráðlausri símahleðslu, þremur A USB tengjum og tveimur C USB tengjum. Þá er komið mælaborð úr mjúkum koltrefjum með vönduðum saumi, rúmlega 10“ fljótandi snertiskjár og 7“ stafrænt mælaborð og stórt glerþak svo nokkuð sé nefnt. Aukin drægni Aðalbreytingin er þó sú að rafmótorinn í nýja bílnum er snarpari en í forveranum, rafhlaðan er stærri og langdrægari í Luxury þar sem farið er úr 263 km í 440 km drægni. Með tengingu við 92 kW hraðhleðslu má svo hlaða stærri rafhlöðuna í allt að 80% á aðeins 40 mínútum auk þess sem 11 kW þriggja fasa hleðslutenging er meðal staðalbúnaðar í MG ZS EV Luxury, sem hefur 500 kg dráttargetu. Vinsæll í Evrópu MG ZS EV var fyrst kynntur á meginlandi Evrópu síðla árs 2019 og hér á landi í júní á síðasta ári. Bílnum var strax vel tekið af áhugafólki um rafbíla eftir endurreisn merkisins undir hatti SAIC Motor, sem er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims. Alls hafa rúmlega fimmtán þúsund bílar verið seldir í álfunni sl. 24 mánuði og eru flestir í Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Frakklandi. Vistvænir bílar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Meðal helstu útlitsbreytinga má nefna nýtt grill, nýjar fimm arma álfelgur, fjölljósa díóðuljós (LED) í aðalljósum að framan og aftan auk þess sem hleðsluhöfnin hefur verið færð yfir á aftanvert vinstra frambretti, en var áður staðsett framan á bílnum. Þá er MG ZS EV Luxury einnig búinn tveimur hleðslukostum, annars vegar þriggja fasa 11 kW AC hleðslu og hins vegar 92 kW DC hraðhleðslu. Innra rými í MG ZS EV. Meiri þægindi Í farþegarými er komin aukin snjalltækni og má sem dæmi nefna að USB innstungum hefur verið fjölgað um þrjár. Farþegar hafa nú m.a. aðgang að þráðlausri símahleðslu, þremur A USB tengjum og tveimur C USB tengjum. Þá er komið mælaborð úr mjúkum koltrefjum með vönduðum saumi, rúmlega 10“ fljótandi snertiskjár og 7“ stafrænt mælaborð og stórt glerþak svo nokkuð sé nefnt. Aukin drægni Aðalbreytingin er þó sú að rafmótorinn í nýja bílnum er snarpari en í forveranum, rafhlaðan er stærri og langdrægari í Luxury þar sem farið er úr 263 km í 440 km drægni. Með tengingu við 92 kW hraðhleðslu má svo hlaða stærri rafhlöðuna í allt að 80% á aðeins 40 mínútum auk þess sem 11 kW þriggja fasa hleðslutenging er meðal staðalbúnaðar í MG ZS EV Luxury, sem hefur 500 kg dráttargetu. Vinsæll í Evrópu MG ZS EV var fyrst kynntur á meginlandi Evrópu síðla árs 2019 og hér á landi í júní á síðasta ári. Bílnum var strax vel tekið af áhugafólki um rafbíla eftir endurreisn merkisins undir hatti SAIC Motor, sem er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims. Alls hafa rúmlega fimmtán þúsund bílar verið seldir í álfunni sl. 24 mánuði og eru flestir í Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Frakklandi.
Vistvænir bílar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent