Carrick: Kannski er það bara mýta að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 14:30 Cristiano Ronaldo fær fyrirmæli frá Michael Carrick áður en hann kom inn á völlinn í Chelsea-leiknum. Getty/Clive Rose Michael Carrick stýrir liði Manchester United á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og margir bíða spenntir eftir því hvort að hann setji Cristiano Ronaldo aftur inn í byrjunarliðið. Carrick var að sjálfsögðu spurður út Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega þá umræðum um að framtíð Portúgalans sé ekki alltof björt nú þegar Ralf Rangnick taki við. Knattspyrnustjóri sem vill að liðið sitt pressi andstæðinga sína og að fremstu menn hlaupi mikið. "He's played in enough teams over the years and been successful to [be able to] play in a variety of ways."Michael Carrick has backed Cristiano Ronaldo to thrive under Ralf Rangnick at #MUFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2021 Tölfræði Ronaldo á þessu tímabili sem og á því með Juventus síðasta vetur bendir til þess að hann sé ekki mikið að loka á varnarmenn. Carrick heldur því fram að þessi 36 ára framherji geti aðlagast að kröfum Rangnick. „Þú sagðir að það sé mýta og kannski er það bara mýta. Kannski er það bara þannig,“ sagði Michael Carrick um það að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað. „Hann hefur spilað með nógu mörgum liðum, náð árangri með því að spila margvíslegan leikstíl og hefur skorað mörk fyrir öll lið. Ég er viss um að hann haldi áfram að skora mörk, það er engin vafi hjá mér um það,“ sagði Carrick. Will Cristiano Ronaldo be able to adapt to Ralf Rangnick's high-pressing style of play?Michael Carrick doesn't see why not.— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2021 Rangnick er enn ekki kominn með atvinnuleyfi og því missir hann af leiknum á Old Trafford í kvöld. Það þýðir jafnframt að hann fær ekki mikinn tíma áður en leikjaálagið skellur á liðinu en eftir leikinn í kvöld mun United spila átta leiki á tæpum 30 dögum áður en árið er liðið. Cristiano Ronaldo átti annars ekki góða viku. Byrjaði á bekknum í stórleiknum á móti Chelsea og horfði síðan Lionel Messi vinna sjöunda Gullhnöttinn. Ef sagan segir okkur eitthvað þá verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í kvöld en oftar en ekki hefur hann spilað best þegar hann telur sig þurfa að sanna eitthvað. Leikurinn í kvöld er kjörið tækifærið til þess. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Carrick var að sjálfsögðu spurður út Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi fyrir leikinn og þá sérstaklega þá umræðum um að framtíð Portúgalans sé ekki alltof björt nú þegar Ralf Rangnick taki við. Knattspyrnustjóri sem vill að liðið sitt pressi andstæðinga sína og að fremstu menn hlaupi mikið. "He's played in enough teams over the years and been successful to [be able to] play in a variety of ways."Michael Carrick has backed Cristiano Ronaldo to thrive under Ralf Rangnick at #MUFC.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 1, 2021 Tölfræði Ronaldo á þessu tímabili sem og á því með Juventus síðasta vetur bendir til þess að hann sé ekki mikið að loka á varnarmenn. Carrick heldur því fram að þessi 36 ára framherji geti aðlagast að kröfum Rangnick. „Þú sagðir að það sé mýta og kannski er það bara mýta. Kannski er það bara þannig,“ sagði Michael Carrick um það að Cristiano Ronaldo geti ekki pressað. „Hann hefur spilað með nógu mörgum liðum, náð árangri með því að spila margvíslegan leikstíl og hefur skorað mörk fyrir öll lið. Ég er viss um að hann haldi áfram að skora mörk, það er engin vafi hjá mér um það,“ sagði Carrick. Will Cristiano Ronaldo be able to adapt to Ralf Rangnick's high-pressing style of play?Michael Carrick doesn't see why not.— BBC Sport (@BBCSport) December 2, 2021 Rangnick er enn ekki kominn með atvinnuleyfi og því missir hann af leiknum á Old Trafford í kvöld. Það þýðir jafnframt að hann fær ekki mikinn tíma áður en leikjaálagið skellur á liðinu en eftir leikinn í kvöld mun United spila átta leiki á tæpum 30 dögum áður en árið er liðið. Cristiano Ronaldo átti annars ekki góða viku. Byrjaði á bekknum í stórleiknum á móti Chelsea og horfði síðan Lionel Messi vinna sjöunda Gullhnöttinn. Ef sagan segir okkur eitthvað þá verður fróðlegt að fylgjast með kappanum í kvöld en oftar en ekki hefur hann spilað best þegar hann telur sig þurfa að sanna eitthvað. Leikurinn í kvöld er kjörið tækifærið til þess.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti