Roberto Mancini nú sagður koma til greina sem næsti stjóri Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 08:31 Roberto Mancini hefur gert frábæra hluti með ítalska landsliðið. Getty/Christian Charisius Manchester United var að tilkynna nýjan knattspyrnustjóra en þar sem hann er bara ráðinn fram á sumar þá halda vangavelturnar áfram í erlendum fjölmiðlum. Athyglisvert nafn er nú komið á listann yfir mögulega næsta framíðarstjóra liðsins. The Telegraph segir að United geti hugsað sér að semja við manninn sem gerði Ítala að Evrópumeisturum síðasta sumar og þann sem vann fyrsta stóra titil Manchester City í 35 ár þegar liðið varð enskur bikarmeistari 2011. Exclusive: Roberto Mancini is surprise contender in Manchester United managerial hunt | @TelegraphDucker https://t.co/PLpVaREjVy #MUFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 30, 2021 Tímabilið á eftir vann Manchester City svo fyrsta enska meistaratitil félagsins í 44 ár. Ralf Rangnick á að stýra United fram á vor og verða síðan sérlegur ráðgjafi hjá félaginu eftir það. Hvort hugmyndir hans og Mancini ná saman er ekki alveg fyrirsjáanlegt. Ítalir þurfa að fara í gegnum umspil til að tryggja sig inn á HM í Katar á næsta ári og þar hugsanlega að fara í gegnum Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Fari svo að Ítalir sitji eftir þá gæti Mancini mögulega hætt með ítalska landsliðið. Það gæti síðan opnað fyrir möguleikann á að hann komi til Manchester United. Mancini er langt frá því að vera sá eini á listanum en þar eru áfram Mauricio Pochettino, Erik ten Hag og Brendan Rodgers samkvæmt fréttum að utan. Roberto Mancini er 57 ára gamall og hefur náð góðum árangri hvar sem hann hefur starfað. Undir hans stjórn vann Manchester City bæði ensku deildina og enska bikarinn og þá gerði hann Internazionale þrisvar að ítölskum meisturum og tvisvar að ítölskum bikarmeisturum. Ítalir urðu svo Evrópumeistarar undir hans stjórn í sumar eftir sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleiknum. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Athyglisvert nafn er nú komið á listann yfir mögulega næsta framíðarstjóra liðsins. The Telegraph segir að United geti hugsað sér að semja við manninn sem gerði Ítala að Evrópumeisturum síðasta sumar og þann sem vann fyrsta stóra titil Manchester City í 35 ár þegar liðið varð enskur bikarmeistari 2011. Exclusive: Roberto Mancini is surprise contender in Manchester United managerial hunt | @TelegraphDucker https://t.co/PLpVaREjVy #MUFC— Telegraph Sport (@TelegraphSport) November 30, 2021 Tímabilið á eftir vann Manchester City svo fyrsta enska meistaratitil félagsins í 44 ár. Ralf Rangnick á að stýra United fram á vor og verða síðan sérlegur ráðgjafi hjá félaginu eftir það. Hvort hugmyndir hans og Mancini ná saman er ekki alveg fyrirsjáanlegt. Ítalir þurfa að fara í gegnum umspil til að tryggja sig inn á HM í Katar á næsta ári og þar hugsanlega að fara í gegnum Cristiano Ronaldo og félaga í Portúgal. Fari svo að Ítalir sitji eftir þá gæti Mancini mögulega hætt með ítalska landsliðið. Það gæti síðan opnað fyrir möguleikann á að hann komi til Manchester United. Mancini er langt frá því að vera sá eini á listanum en þar eru áfram Mauricio Pochettino, Erik ten Hag og Brendan Rodgers samkvæmt fréttum að utan. Roberto Mancini er 57 ára gamall og hefur náð góðum árangri hvar sem hann hefur starfað. Undir hans stjórn vann Manchester City bæði ensku deildina og enska bikarinn og þá gerði hann Internazionale þrisvar að ítölskum meisturum og tvisvar að ítölskum bikarmeisturum. Ítalir urðu svo Evrópumeistarar undir hans stjórn í sumar eftir sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleiknum.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti