Reikna með óvenjuhlýjum vetri á norðurskautinu vegna áhrifa La niña Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 23:20 Frá Beagle-sundi við Eldland, syðsta odda Suður-Ameríku. Þar má búast við þurrara veðri næstu mánuði á meðan La niña stendur yfir. Vísir/Getty Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku. Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) staðfesti í dag að La niña hefði myndast og að fyrirbrigðið ætti eftir að hafa áhrif á hitastig og úrkomu næstu mánuðina. Þetta er annað árið í röð sem La niña aðstæður myndast í Kyrrahafi og er búist við að þessi vari fram í byrjun næsta árs. Líkön benda til þess að fyrirbrigðið verði veikt eða í meðaltali og nokkuð veikari en það sem var ríkjandi á milli 2020 til 2021. Vegna kólnunaráhrifa La niña-viðburðanna tveggja á þessu ári er reiknað með það verði á lista yfir tíu hlýjustu ár frá upphafi mælinga frekar en það hlýjasta. La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar. Búist er við því að hiti verði yfir meðaltali víða yfir landi á meðan á La niña stendur. Helstu undantekningarnar eru norðvestanverð Norður-Ameríka, indversku undirálfunni, Indókínaskagi og Ástralía. Fyrir utan hluta norðurskautsins og nyrstu hluta Asíu er reiknað með að sérstaklega hlýtt verði í austan- og suðaustanverðri Norður-Ameríku, þar á meðal stærsta hluta Karíbahafs, norðaustanverðri Asíu og stórum hluta Evrópu. Hiti á að vera við eða undir meðaltali í Suður-Ameríku norðan 15. breiddargráðu suður sem sker meðal annars norðanverða Bólivíu og Brasilíu. Stór hluti vestur strandar álfunnar verður einnig svalari en að meðaltali. Aukin úrkoma í Suðaustur-Asíu og norðvestanverðri Suður-Ameríku Áhrif La niña eru ekki síst á úrkomu og dreifingu hennar, sérstaklega í kringum Kyrrahafið. Auknar líkur eru á óvenju þurrum aðstæðum í kringum miðbaug nærri dagsetningarlínunni og að syðsta odda Suður-Ameríku og norðvestanverðri Suður-Asíu og Miðausturlöndum. Á hinn bóginn er reiknað með úrkomusömu veðri í hluta Suðaustur-Asíu rétt norðan miðbaugs sem nær í suðvestanvert og mið- og norðanvert Kyrrahafið auk norðvestasta hluta Suður-Ameríku. Erfiðara er sagt að spá fyrir um áhrif á úrkomu í Afríku, Evrópu og Asíu. Teikn eru þó á lofti um að óvenjuúrkomusamt geti verið yfir hluta vestanverðrar Norður-Ameríku og hluta sunnanverðrar Afríku.
La niña er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar (ENSO) svonefndu, náttúrulegrar sveiflu í sjávarhita í Kyrrahafinu. Hún lýsir kólnun yfirborðs Kyrrahafsins við austanverðan miðbaug. Kólnunin hefur áhrif á hringrás lofts og þar með vind, loftþrýsting og úrkomu. Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar og er þannig andstæða El niño-fyrirbrigðisins, hlýja fasa sveiflunnar.
Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira