„Vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 20:45 Guðrún Arnardóttir var sátt með stigin þrjú, en segir þó að hún viti að liðið geti gert miklu betur. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 4-0 sigri liðsins gegn Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Þrátt fyrir öruggan sigur Íslands var hún ekki nógu sátt með spilamennsku liðsins. „Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
„Við vorum með yfirhöndina allan tíman fannst mér, en við vorum ekki með gæðin í því sem við vorum að gera eins og við ætluðum okkur,“ sagði Guðrún er hún sat fyrir svörum blaðamanna eftir leik. „Við getum gert miklu betur. En við vorum samt með tök á leiknum og náðum inn fjórum mörkum sem var mikilvægt og tókum stigin þrjú eins og við ætluðum okkur.“ Þrátt fyrir að íslenska liðið hafi skorað fjögur mörk í kvöld segir Guðrún það að vissu leiti vera svekkjandi að skora ekki fleiri gegn liði eins og Kýpur. „Já, já, við vorum mikið með boltann en við vorum kannski ekkert að skapa okkur það mikið af færum nema í föstum leikatriðum og svoleiðis. Við hefðum kannski viljað gera betur og auðvitað er alltaf gaman að skora fleiri mörk en það mikilvægasta er að taka stigin þrjú.“ Guðrún hefur verið að koma vel inn í liðið að undanförnu og hún segir það mjög góða tilfinningu að spila fyrir íslenska landsliðið. „Það er alltaf heiður að fá að spila í íslenska landsliðsbúningnum og það er rosalega gott þegar maður fær tækifærið. Það er mikil samkeppni og alls ekki gefið að fá að spila. Þannig að ég er ánægð með þetta tækifæri og reyni að nýta það við hvert tækifæri sem ég get.“ Eins og áður segir skoraði Guðrún sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld, en hún segir að Karólína Lea hafi gert sér auðvelt fyrir með því að setja aukaspyrnuna á markið. „Við sögðum Karó bara að setja hann á markið og svo vorum við bara tilbúnar í frákastið sem datt svona skemmtilega fyrir mig þannig að eftirleikurinn var auðveldur,“ sagði Guðrún að lokum.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43 Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20 Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
„Vitum að við getum gert mikið betur“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð. 30. nóvember 2021 19:43
Einkunnir á móti Kýpur: Karólína Lea best en stelpurnar hafa oft spilað betur Íslenska kvennalandsliðið gerði það sem skipti máli á Kýpur í kvöld sem var að vinna leikinn og taka öll þrjú stigin með sér heim. Liðið nýtti sér hins vegar ekki kjörið tækifæri til að bæta upp á markatöluna með oft bitlitlum, hægum og ómarkvissum sóknarleik. 30. nóvember 2021 19:20
Umfjöllun: Kýpur - Ísland 0-4 | Á réttri braut inn í EM-árið Fram undan er stórt, vonandi risastórt, ár hjá kvennalandsliði Íslands í fótbolta. Liðið leikur á EM í Englandi næsta sumar og um haustið er möguleiki á að liðið komist í fyrsta sinn í lokakeppni HM sem fram fer suður í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. 30. nóvember 2021 19:02
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti