Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 09:43 Christopher „Bong“ Go (t.h.) öldungadeildarþingmaður og Rodrigo Duterte (t.v.) forseti Filippseyja. Go hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári sem talið er mikið áfall fyrir forsetann. Getty/Lisa Marie David Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik. Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna