Eric Bailly, varnarmaður Man Utd, staðfesti það í viðtali eftir leikinn en allir helstu fjölmiðlar hafa slegið því föstu að Ralf Rangnick sé að taka við stjórastarfinu hjá enska stórveldinu en það hefur enn ekkert verið tilkynnt um það af félaginu sjálfu.
Man United centre back Eric Bailly confirms to @LaurensJulien: Yes, we ve been told in the dressing room about the arrival of the new manager , he told RMC Sport. #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 28, 2021
Work in progress on contracts side this weekend in order to announce Ralf Rangnick arrival.
Michael Carrick, sem verið hefur hægri hönd Ole Gunnar Solskjær undanfarin tvö ár, tók við þegar Ole Gunnar var látinn taka pokann sinn fyrir viku síðan og hefur Carrick stýrt liðinu í tveimur leikjum; 0-2 sigri á Villarreal og 1-1 jafntefli gegn Chelsea.
Næsti leikur Man Utd í deildinni er næstkomandi fimmtudag þegar Arsenal kemur í heimsókn á Old Trafford.
Miðað við fregnirnar úr búningsklefanum á Stamford Bridge má ætla að viðræður við nýjan knattspyrnustjóra séu nánast í höfn og því allar líkur á að Ralf Rangnick verði kynntur til leiks í Manchester innan örfárra klukkustunda.