Leigusamningur West Ham á London leikvangnum, sem er í eigu skattgreiðendam, kveður á um að félagið þurfi að borga sektir ef félagið yrði selt fyrir meira en 300 milljónir punda fyrir árið 2023.
Heimildir herma að miðað við fjárfestingu Kretinsky í félaginu sé það metið á 700 milljónir punda.
Samkvæmt heimildum BBC hafa forráðamenn West Ham skilað inn öllum gögnum sem snúa að kaupum Tékkans á hlut í félaginu, og í kjölfarið á því þurfa Sullivan og Gold að borga E20, rekstraraðilum leikvangsins, nokkrar milljónir punda. Það fé er líklega kærkomið því leikvangurinn er rekinn með tapi.