Dusty búið að vinna öll hin liðin Snorri Rafn Hallsson skrifar 27. nóvember 2021 13:31 Eftir frábæra frammistöðu á síðasta tímabili var Vallea spáð öðru sæti í deildinni af fyrirliðum liðanna á þessu tímabili. Nokkuð hefur þó skort upp á leik liðsins hingað til sem framan af barðist á botni deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði Vallea náð sér í þrjá sigra og sat í fimmta sæti deildarinnar með 6 stig. Dusty hefur hins vegar haldið uppteknum hætti og unnið alla sína leiki, enda eitt lang besta lið sem sést hefur í íslenska CS:GO samfélaginu. Síðast þegar liðin mættust léku þau til úrslita í Stórmeistaramótinu og fór Dusty illa með Vallea þá og vann tvo leiki, 16-6 og 16-4. Það var því spennandi að sjá hvernig leikur kvöldsins myndi spilast. Leiðin lá beinustu leið í Inferno og hafði Dusty betur í hnífalotunni. Vallea byrjaði því í sókn (Terrorists) á meðan Dusty reyndi að hindra þá í að sprengja þennan evrópska smábæ í loft upp. Vallea sótti af festu og öryggi í fyrstu umferðunum og komst í 3-0 strax í upphafi. Skambyssulotan og næstu tvær, og allt það, en Vallea gerði vel í að komast í yfirtölu og halda þeirri stöðu. Næstu tvær lotur spiluðust öðruvísi þar sem Dusty náði að fella fleiri leikmenn snemma og í tveir gegn tveimur átti Vallea engin svör. Narfi var sérlega atkvæðamikill framan af og stóð vörn um forskot Vallea þegar hann náði fjórum fellum í sjöttu lotu. Goa7er lét einnig finna fyrir sér og þrátt fyrir að leikurinn væri gríðarlega jafn þá var Vallea ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfleik. Skemmtilegt var að sjá hvernig Vallea beitti taktískum blekkingum til að komast inn á sprengjusvæðin og taka sér góðar stöður eftir að sprengjunni var komið fyrir. Dusty hleypti þeim þó aldrei langt fram úr sér og var staðan nokkuð jöfn í hálfleik. Staða í hálfleik: Dusty 7 -8 Vallea Dusty tók hið klassíska „skammbyssur og næstu tvær“ í upphafi síðari hálfleiks og var því komið yfir í fyrsta sinn í sautjándu lotu, en það er ekki algeng sjón. Dusty sýndi mikla yfirburði það sem eftir var og kom í veg fyrir að Vallea gæti einu sinni reynt að aftengja sprengjurnar. Eftir að hafa tapað sex lotum í röð og misst algjörlega tökin á leiknum náði Vallea aðeins að klóra í bakkann og styrkja vörnina en allt kom fyrir ekki. Enn og aftur hafði Dusty betur og Vallea situr eftir með sárt ennið. Lokastaða: Dusty 16 - 10 Vallea Dusty hefur því unnið alla sína leiki hingað til og mætir Ármanni næsta þriðjudagskvöld. Vallea á svo aftur erfitt verkefni fyrir höndum því á föstudagskvöldið leikur liðið við Þór. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Eftir frábæra frammistöðu á síðasta tímabili var Vallea spáð öðru sæti í deildinni af fyrirliðum liðanna á þessu tímabili. Nokkuð hefur þó skort upp á leik liðsins hingað til sem framan af barðist á botni deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði Vallea náð sér í þrjá sigra og sat í fimmta sæti deildarinnar með 6 stig. Dusty hefur hins vegar haldið uppteknum hætti og unnið alla sína leiki, enda eitt lang besta lið sem sést hefur í íslenska CS:GO samfélaginu. Síðast þegar liðin mættust léku þau til úrslita í Stórmeistaramótinu og fór Dusty illa með Vallea þá og vann tvo leiki, 16-6 og 16-4. Það var því spennandi að sjá hvernig leikur kvöldsins myndi spilast. Leiðin lá beinustu leið í Inferno og hafði Dusty betur í hnífalotunni. Vallea byrjaði því í sókn (Terrorists) á meðan Dusty reyndi að hindra þá í að sprengja þennan evrópska smábæ í loft upp. Vallea sótti af festu og öryggi í fyrstu umferðunum og komst í 3-0 strax í upphafi. Skambyssulotan og næstu tvær, og allt það, en Vallea gerði vel í að komast í yfirtölu og halda þeirri stöðu. Næstu tvær lotur spiluðust öðruvísi þar sem Dusty náði að fella fleiri leikmenn snemma og í tveir gegn tveimur átti Vallea engin svör. Narfi var sérlega atkvæðamikill framan af og stóð vörn um forskot Vallea þegar hann náði fjórum fellum í sjöttu lotu. Goa7er lét einnig finna fyrir sér og þrátt fyrir að leikurinn væri gríðarlega jafn þá var Vallea ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfleik. Skemmtilegt var að sjá hvernig Vallea beitti taktískum blekkingum til að komast inn á sprengjusvæðin og taka sér góðar stöður eftir að sprengjunni var komið fyrir. Dusty hleypti þeim þó aldrei langt fram úr sér og var staðan nokkuð jöfn í hálfleik. Staða í hálfleik: Dusty 7 -8 Vallea Dusty tók hið klassíska „skammbyssur og næstu tvær“ í upphafi síðari hálfleiks og var því komið yfir í fyrsta sinn í sautjándu lotu, en það er ekki algeng sjón. Dusty sýndi mikla yfirburði það sem eftir var og kom í veg fyrir að Vallea gæti einu sinni reynt að aftengja sprengjurnar. Eftir að hafa tapað sex lotum í röð og misst algjörlega tökin á leiknum náði Vallea aðeins að klóra í bakkann og styrkja vörnina en allt kom fyrir ekki. Enn og aftur hafði Dusty betur og Vallea situr eftir með sárt ennið. Lokastaða: Dusty 16 - 10 Vallea Dusty hefur því unnið alla sína leiki hingað til og mætir Ármanni næsta þriðjudagskvöld. Vallea á svo aftur erfitt verkefni fyrir höndum því á föstudagskvöldið leikur liðið við Þór. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti