Brentford mun ekki gefa út nýja búninga fyrir næsta tímabil Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2021 22:30 Þeir sem eiga Brentford treyju heima hjá sér þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að kaupa nýja næsta tímabil. Eddie Keogh/Getty Images Sú hefð hefur skapast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og víðar, að lið láti hanna nýja búninga fyrir hvert tímabil. Líklega er það gert í gróðaskyni, en nýliðar Brentford ætla sér að endurnýta sína búninga á næsta tímabili til að vera sjálfbærari og spara stuðningsmönnum sínum aurinn. Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni ganga svo langt að gefa út þrjá nýja búninga fyrir hvert tímabil, en framkvæmdastjóri Brentford, Jon Varney, segir að fótbolti eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir aðdáendur íþróttarinnar. „Okkur finnst að fótboltinn eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir stuðningsmennina okkar og við vitum að íþróttin þarf að huga meira að sjálfbærni,“ sagði Varney. „Þetta er kannski ekki stórt, en við höfum trú á því að þetta hjálpi.“ Ef horft er á sjálfbærniþáttinn sem Varney nefnir þá hefur ein treyja sem er gerð úr pólýester - eins og flestar fótboltatreyjur - meira en tvöfalt kolefnisfótspor treyju sem ferð er úr bómull. Þannig skilur ein treyja úr pólýester eftir sig 5,5 kíló af koltvísýringi samanborið við 2,1 kíló sem bómullartreyja skilur eftir sig. Varney hélt áfram, og segir að það geti í það minnsta ekki verið slæmt að endurnýta treyjurnar. „Þegar við bárum þessa hugmynd undir starfsfólk félagsins tóku allir mjög vel í hana. Við höldum líka að þetta sé skref í rétta átt fyrir umhverfið.“ #BrentfordFC have announced they will continue to wear their current home shirt next season, as they look to make their kits more sustainable and affordable for fans 🐝♻️— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni ganga svo langt að gefa út þrjá nýja búninga fyrir hvert tímabil, en framkvæmdastjóri Brentford, Jon Varney, segir að fótbolti eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir aðdáendur íþróttarinnar. „Okkur finnst að fótboltinn eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir stuðningsmennina okkar og við vitum að íþróttin þarf að huga meira að sjálfbærni,“ sagði Varney. „Þetta er kannski ekki stórt, en við höfum trú á því að þetta hjálpi.“ Ef horft er á sjálfbærniþáttinn sem Varney nefnir þá hefur ein treyja sem er gerð úr pólýester - eins og flestar fótboltatreyjur - meira en tvöfalt kolefnisfótspor treyju sem ferð er úr bómull. Þannig skilur ein treyja úr pólýester eftir sig 5,5 kíló af koltvísýringi samanborið við 2,1 kíló sem bómullartreyja skilur eftir sig. Varney hélt áfram, og segir að það geti í það minnsta ekki verið slæmt að endurnýta treyjurnar. „Þegar við bárum þessa hugmynd undir starfsfólk félagsins tóku allir mjög vel í hana. Við höldum líka að þetta sé skref í rétta átt fyrir umhverfið.“ #BrentfordFC have announced they will continue to wear their current home shirt next season, as they look to make their kits more sustainable and affordable for fans 🐝♻️— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti