Þórsarar bíða enn eftir íþróttahúsinu sem þeir áttu að fá 1995 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2021 10:00 Sigmundur Þórisson, formaður KA, færir Aðalsteini Sigurgeirssyni, formanni Þórs, skófluskaða til að taka fyrstu skólfustunguna að nýju íþróttahúsi félagsins á afmælishátíð þess haustið 1995. Eins og sést á myndinni til hægri en íþróttahúsið ekki enn risið. akureyri.net/skapti hallgrímsson/skjáskot úr degi 31. október 1995 Haustið 1995 töldu Þórsarar á Akureyri sig vera að fá íþróttahús á félagssvæði sínu við Hamar. Þeir bíða hins vegar enn eftir því. Fyrr í vikunni skrifaði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, pistil á Akureyri.net þar sem hann fjallar um bágborna aðstöðu félagsins til handboltaiðkunar. Þórsarar eru orðnir langþreyttir á ástandinu og dreymir um íþróttahús við Hamar. „Ég vildi bara vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa verið mikil þögn í kringum þetta alltof lengi. Það er skammarlegt hvernig þetta er,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. Handboltaiðkendur hjá Þór þurfa að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi áhorfendaaðstöðu. Og tengingin við félagssvæði Þórs, Hamar, er lítil. „Höllin er góð en hún er barn síns tíma. Það vantar kjarna. Við viljum íþróttahús á félagssvæðið. Það er búið að teikna það og allt. Við viljum gera íþróttamiðstöð þarna, eins og Egilshöll,“ sagði Árni. Telur að iðkendafjöldinn tvöfaldist Að sögn Árna eru um tvö hundruð handboltaiðkendur í Þór. Viðbúið er að þeim fjölgi talsvert þegar íbúðahverfi fyrir ofan Síðuskóla rísi. Og ekki minnkar þörfin á betri aðstöðu við það. „Þegar þetta íbúðahverfi byggist upp mun iðkendafjöldinn allavega tvöfaldast held ég. Aðstaðan er ekki boðleg,“ sagði Árni. „Karfan er í Höllinni, við erum í Höllinni og svo eru alls konar viðburðir þarna. Síðan eru íþróttir fyrir MA, VMA og Brekkuskóla. Höllin er þétt setin og hún er eini löglegi handboltavöllurinn á Akureyri fyrir utan KA-heimilið.“ Eftir að Árni skrifaði pistilinn var honum bent á grein sem Páll Jóhannesson skrifaði á heimasíðu Þórs í fyrra. Þar fjallar hann um að á áttatíu ára afmæli Þórs, 1995, hafi verið búið að samþykkja byggingu íþróttahúss við Hamar og búið að safna styrkjum. Skóflan ekki enn verið notuð Á afmælishófi Þórs 28. október 1995 afhenti meira að segja formaður KA formanni Þórs stunguspaða til að taka fyrstu skóflustunguna að nýja íþróttahúsinu. En nokkrir bæjarfulltrúar lögðust gegn byggingu hússins og töldu hana ekki brýna. Og Þórsarar bíða enn eftir íþróttahúsinu. „Það er gríðarlega mikið íþróttastarf í bænum, við erum í öllum íþróttum en aðstaðan er ekki hundrað prósent neins staðar. Það er alltaf verið að lagfæra þetta með bótum og bútum. Það er mjög aðkallandi að Þór fái íþróttahús á félagssvæðið. Það myndi bæta umgjörðina hjá félaginu og yrði lyftistöng fyrir það,“ sagði Árni. Í pistlinum segir að hann að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þórsara um að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Þetta er þverpólítíkst „Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir sem hafa komið með þá bón að við leggjum handboltann niður,“ sagði Árni. Hann vildi ekki nafngreina bæjarfulltrúana en sagði að þeir fyrstu beiðnirnar um þetta hafi borist í vor og sú síðasta fyrir um tveimur mánuðum. „Þetta er þverpólítíkst. Það virðist vera einhver bylgja þarna niður frá, að fólk hafi séð að það sé ódýrara að leggja handknattleiksdeildina niður frekar en að byggja. Það er mjög skrítið að þeir biðji íþróttafélög um að leggja niður deildir.“ Hann segir að áhrif þess að leggja niður handknattleiksdeild Þórs yrðu mjög slæm. „Ef það yrði gert myndu þessir krakkar ekki fara upp á Brekku [KA-svæðið] til að æfa handbolta. Þau myndu flest hætta í handbolta.“ Bæjarfulltrúi bauðst til að vera aðstoðarþjálfari Í pistlinum segir Árni einnig að bæjarfulltrúi hafi gert grín að ráðningu Þórs á norður-makedónska þjálfaranum Stevce Alusovski. Ráðningin vakti mikla athygli en áður en Alusovski kom til Þórs þjálfaði hann stórlið Vardar Skopje í Norður-Makedóníu. „Þetta var úti á bílaplani. Þar hitti ákveðinn bæjarfulltrúi framkvæmdastjóra Þórs og spurði hvað væri í gangi hjá okkur núna, hvort við værum endanlega orðnir ruglaðir. Hann bauðst meira að segja til að koma sem aðstoðarþjálfari ef hann fengi fimm hundruð þúsund kall fyrir það,“ sagði Árni en Þórsarar þáðu ekki þetta boð bæjarfulltrúans. Þór Akureyri Akureyri Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, pistil á Akureyri.net þar sem hann fjallar um bágborna aðstöðu félagsins til handboltaiðkunar. Þórsarar eru orðnir langþreyttir á ástandinu og dreymir um íþróttahús við Hamar. „Ég vildi bara vekja athygli á þessu. Mér finnst hafa verið mikil þögn í kringum þetta alltof lengi. Það er skammarlegt hvernig þetta er,“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. Handboltaiðkendur hjá Þór þurfa að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi áhorfendaaðstöðu. Og tengingin við félagssvæði Þórs, Hamar, er lítil. „Höllin er góð en hún er barn síns tíma. Það vantar kjarna. Við viljum íþróttahús á félagssvæðið. Það er búið að teikna það og allt. Við viljum gera íþróttamiðstöð þarna, eins og Egilshöll,“ sagði Árni. Telur að iðkendafjöldinn tvöfaldist Að sögn Árna eru um tvö hundruð handboltaiðkendur í Þór. Viðbúið er að þeim fjölgi talsvert þegar íbúðahverfi fyrir ofan Síðuskóla rísi. Og ekki minnkar þörfin á betri aðstöðu við það. „Þegar þetta íbúðahverfi byggist upp mun iðkendafjöldinn allavega tvöfaldast held ég. Aðstaðan er ekki boðleg,“ sagði Árni. „Karfan er í Höllinni, við erum í Höllinni og svo eru alls konar viðburðir þarna. Síðan eru íþróttir fyrir MA, VMA og Brekkuskóla. Höllin er þétt setin og hún er eini löglegi handboltavöllurinn á Akureyri fyrir utan KA-heimilið.“ Eftir að Árni skrifaði pistilinn var honum bent á grein sem Páll Jóhannesson skrifaði á heimasíðu Þórs í fyrra. Þar fjallar hann um að á áttatíu ára afmæli Þórs, 1995, hafi verið búið að samþykkja byggingu íþróttahúss við Hamar og búið að safna styrkjum. Skóflan ekki enn verið notuð Á afmælishófi Þórs 28. október 1995 afhenti meira að segja formaður KA formanni Þórs stunguspaða til að taka fyrstu skóflustunguna að nýja íþróttahúsinu. En nokkrir bæjarfulltrúar lögðust gegn byggingu hússins og töldu hana ekki brýna. Og Þórsarar bíða enn eftir íþróttahúsinu. „Það er gríðarlega mikið íþróttastarf í bænum, við erum í öllum íþróttum en aðstaðan er ekki hundrað prósent neins staðar. Það er alltaf verið að lagfæra þetta með bótum og bútum. Það er mjög aðkallandi að Þór fái íþróttahús á félagssvæðið. Það myndi bæta umgjörðina hjá félaginu og yrði lyftistöng fyrir það,“ sagði Árni. Í pistlinum segir að hann að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þórsara um að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Þetta er þverpólítíkst „Það eru fleiri en einn og fleiri en tveir sem hafa komið með þá bón að við leggjum handboltann niður,“ sagði Árni. Hann vildi ekki nafngreina bæjarfulltrúana en sagði að þeir fyrstu beiðnirnar um þetta hafi borist í vor og sú síðasta fyrir um tveimur mánuðum. „Þetta er þverpólítíkst. Það virðist vera einhver bylgja þarna niður frá, að fólk hafi séð að það sé ódýrara að leggja handknattleiksdeildina niður frekar en að byggja. Það er mjög skrítið að þeir biðji íþróttafélög um að leggja niður deildir.“ Hann segir að áhrif þess að leggja niður handknattleiksdeild Þórs yrðu mjög slæm. „Ef það yrði gert myndu þessir krakkar ekki fara upp á Brekku [KA-svæðið] til að æfa handbolta. Þau myndu flest hætta í handbolta.“ Bæjarfulltrúi bauðst til að vera aðstoðarþjálfari Í pistlinum segir Árni einnig að bæjarfulltrúi hafi gert grín að ráðningu Þórs á norður-makedónska þjálfaranum Stevce Alusovski. Ráðningin vakti mikla athygli en áður en Alusovski kom til Þórs þjálfaði hann stórlið Vardar Skopje í Norður-Makedóníu. „Þetta var úti á bílaplani. Þar hitti ákveðinn bæjarfulltrúi framkvæmdastjóra Þórs og spurði hvað væri í gangi hjá okkur núna, hvort við værum endanlega orðnir ruglaðir. Hann bauðst meira að segja til að koma sem aðstoðarþjálfari ef hann fengi fimm hundruð þúsund kall fyrir það,“ sagði Árni en Þórsarar þáðu ekki þetta boð bæjarfulltrúans.
Þór Akureyri Akureyri Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira