Fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi kynnt Heimsljós 25. nóvember 2021 10:42 Inga Dóra Pétursdóttir við kynningu á landsáætluninni. Ísland var á meðal fyrstu ríkja til að gera landsáætlun fyrir konur, frið og öryggi árið 2008 og vinnur nú að fjórðu áætlun sinni. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum og dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Í aðdraganda átaksins var í vikunni kynnt fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. Malaví bætist þá í hóp þeirra 98 (51%) aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa gefið út slíka áætlun en Ísland var á meðal fyrstu ríkja til að gera landsáætlun fyrir konur, frið og öryggi árið 2008 og vinnur nú að fjórðu áætlun sinni. Frá kynningu á landsáætluninni. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe studdi Ísland við aðgerðaráætlunina í Malaví sem hluta af þróunarsamvinnu ríkjanna. Hún segir að verkefnið hafi byrjað árið 2019 þegar gerður var samstarfssamningur milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. „Við fyrstu sýn eiga Ísland og Malaví ekki mikið sameiginlegt en þó hafa ríkin tvö búið að mestu leyti við stöðugleika og frið frá sjálfstæði. Samt sem áður er mikilvægt að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut og missa ekki sjónar af þeirri nauðsynlegu vinnu sem felst í að viðhalda friði. Í þessu samhengi er mikilvægt að berjast gegn kynbundu ofbeldi af krafti og nýta öll þau tól sem gagnast okkur í þeirri baráttu. Leggja þarf sérstaka áherslu á að uppræta kynbundið ofbeldi í Malaví en um er að ræða grafalvarlega árás á heilsu og mannréttindi kvenna,“ segir Inga Dóra. Frá kynningu á landsáætluninni. Með stuðningi frá Íslandi vann UN Women í Malaví eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem starfa á málefnasviðinu. Þá setti forsetaskrifstofa landsins á fót stýrihóp sem starfaði að þróun landsáætlunarinnar í samstarfi við UN Women. Meginmarkmið áætlunarinnar er að sögn Ingu Dóru að tryggja að ferlar og aðgerðir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna. Hún segir mikilvægt að efla þátt kvenna og stúlkna í þessu samhengi þar sem oftar en ekki verði þær útundan í slíku starfi. „Auk áherslu á þátttöku og forvarnir er einnig leitast við að tryggja vernd kvenna og stúlkna, og þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu og endurhæfingu. Áætlunin hefur einnig að langtíma markmiði að fyrirbyggja átök og stuðla að varanlegum friði og öryggi,“ segir hún. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar, með samþykkt ályktunar 1325 árið 2000. Ályktunin hvetur aðildaríkin til að gera landsáætlanir til að vinna að markmiðum hennar og hrinda aðgerðum í framkvæmd. Ályktanir öryggisráðsins um konur, frið og öryggi eru nú orðnar níu talsins, og þegar vísað er til ályktunar 1325 er jafnframt verið að vísa til þeirra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum og dagurinn markar upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember. Í aðdraganda átaksins var í vikunni kynnt fyrsta landsáætlun Malaví um konur, frið og öryggi í samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. Malaví bætist þá í hóp þeirra 98 (51%) aðildaríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa gefið út slíka áætlun en Ísland var á meðal fyrstu ríkja til að gera landsáætlun fyrir konur, frið og öryggi árið 2008 og vinnur nú að fjórðu áætlun sinni. Frá kynningu á landsáætluninni. Að sögn Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðumanns sendiráðs Íslands í Lilongwe studdi Ísland við aðgerðaráætlunina í Malaví sem hluta af þróunarsamvinnu ríkjanna. Hún segir að verkefnið hafi byrjað árið 2019 þegar gerður var samstarfssamningur milli sendiráðs Íslands í Lilongwe og UN Women í Malaví um aðgerðaráætlun og framkvæmdaramma. „Við fyrstu sýn eiga Ísland og Malaví ekki mikið sameiginlegt en þó hafa ríkin tvö búið að mestu leyti við stöðugleika og frið frá sjálfstæði. Samt sem áður er mikilvægt að taka því ekki sem sjálfsögðum hlut og missa ekki sjónar af þeirri nauðsynlegu vinnu sem felst í að viðhalda friði. Í þessu samhengi er mikilvægt að berjast gegn kynbundu ofbeldi af krafti og nýta öll þau tól sem gagnast okkur í þeirri baráttu. Leggja þarf sérstaka áherslu á að uppræta kynbundið ofbeldi í Malaví en um er að ræða grafalvarlega árás á heilsu og mannréttindi kvenna,“ segir Inga Dóra. Frá kynningu á landsáætluninni. Með stuðningi frá Íslandi vann UN Women í Malaví eftir svokallaðri þátttökunálgun með bæði innlendum og alþjóðlegum stofnunum sem starfa á málefnasviðinu. Þá setti forsetaskrifstofa landsins á fót stýrihóp sem starfaði að þróun landsáætlunarinnar í samstarfi við UN Women. Meginmarkmið áætlunarinnar er að sögn Ingu Dóru að tryggja að ferlar og aðgerðir sem stuðla að friði, öryggi og framþróun í malavísku samfélagi marki spor í átt til jafnréttis og valdeflingar kvenna og stúlkna. Hún segir mikilvægt að efla þátt kvenna og stúlkna í þessu samhengi þar sem oftar en ekki verði þær útundan í slíku starfi. „Auk áherslu á þátttöku og forvarnir er einnig leitast við að tryggja vernd kvenna og stúlkna, og þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu og endurhæfingu. Áætlunin hefur einnig að langtíma markmiði að fyrirbyggja átök og stuðla að varanlegum friði og öryggi,“ segir hún. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags þeirra til friðar, með samþykkt ályktunar 1325 árið 2000. Ályktunin hvetur aðildaríkin til að gera landsáætlanir til að vinna að markmiðum hennar og hrinda aðgerðum í framkvæmd. Ályktanir öryggisráðsins um konur, frið og öryggi eru nú orðnar níu talsins, og þegar vísað er til ályktunar 1325 er jafnframt verið að vísa til þeirra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent