„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2021 13:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagnar marki sínu í 4-0 sigrinum á Tékklandi í síðasta mánuði. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld. Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Ísland og Japan eigast við í vináttulandsleik í Almere í Hollandi klukkan 18:40 í kvöld. Eftir leikinn heldur íslenska liðið til Kýpur þar sem það mætir heimakonum í undankeppni HM 2023 á þriðjudaginn. Japanska liðið er mjög sterkt, varð heimsmeistari 2011 og lenti í 2. sæti á HM 2015. Á síðasta heimsmeistaramóti, 2019, komst Japan í átta liða úrslit. Japanir eru í 13. sæti styrkleikalista FIFA, þremur sætum ofar en Íslendingar. „Japan er með flott lið, eitt af þeim bestu í heimi. Þetta er bara undirbúningur fyrir undankeppni HM og svo EM næsta sumar. Fyrir okkur er gott að mæta svona frábærum liðum því þá getum við unnið í okkar leik varnar- og sóknarlega. Að fá svona æfingaleiki er gott en þá getum við einbeitt okkur að okkur, hvað það er sem við viljum gera og í hverju við viljum vinna,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í gær. Gunnhildur Yrsa í leik Íslands og Japans á Algarve-mótinu 2017.getty/Ricardo Nascimento Japanska liðið er léttleikandi og með mjög vel spilandi leikmenn. „Þetta er lið sem leggur upp með að halda boltanum, er með góða einstaklinga og ég held að það sé svipað og kvennaknattspyrnan í heild sé að þróast. Lið vilja halda boltanum, spila honum á milli og koma framar á völlinn. Þetta er frábær leikur fyrir okkur til að undirbúa okkur fyrir EM,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að íslenska liðið vilji taka þetta skref, halda boltanum betur og vera framar á vellinum. „Við þurfum að þora að vera með boltann, spila honum og spila okkar leik. Við einbeitum okkur að okkur, hverju við erum góðar í og hvað við viljum bæta. Við megum ekki vera hræddar að gera mistök. Þetta eru leikirnir sem við getum notað til að læra inn á hvor aðra og mynda sambönd inni á vellinum,“ sagði Gunnhildur. „Það eru ekki mörg verkefni fyrir EM og framundan eru mikilvægir leikir í undankeppni HM. Fyrir okkur er þetta mjög mikilvægur leikur.“ Ísland og Japan hafa mæst þrisvar sinnum áður og unnu Japanir alla leikina sem voru á Algarve-mótinu 2015, 2017 og 2018. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur japanska liðsins undir stjórn nýs þjálfara, Futoshis Ikeda.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira