Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 08:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er hvergi tíðara en á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“. Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá. Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá.
Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira