Uppselt á leik sænska kvennalandsliðsins í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 09:31 Sænska landsliðskonan Stina Blackstenius í barátti við íslensku landsliðskonuna Glódísi Perlu Viggósdóttur í leik liðanna í síðustu undankeppni. EPA-EFE/Bjorn Larsson Eins og við hér heima á Íslandi þá eru Svíar með mjög spennandi kvennalandslið í fótboltanum. Það er líka mikill áhugi á sænsku stelpunum þessa dagana eins og sjá má á fréttum frá Svíþjóð. Sænska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að uppselt er á leik sænska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í kvöld. Det blir storpublik när Sverige tar emot Finland i VM-kvalet på Gamla Ullevi i morgon. https://t.co/mkjiw3354E— SVT Sport (@SVTSport) November 24, 2021 Svíar mæta þá nágrönnum sínum Finnum á Gamla Ullevi leikvanginum. Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki en Finnar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir. 14.500 miðar voru í boði og nú eru þeir allir seldir. Mæti allt þetta fólk á völlinn verður sett nýtt áhorfendamet á leik sænska kvennalandsliðsins í Svíþjóð þegar frá eru taldir leikir liðsins á stórmóti. „Áhorfendurnir eru mikilvægasta fólkið okkar fyrir utan völlinn og það er stórkostlegt að það sé uppselt á leikinn,“ sagði fyrirliðinn Caroline Seger í fréttatilkynningu sænska sambandsins. „Það gefur okkur leikmönnunum mikla aukaorku að fá þessar fréttir í aðdraganda leiksins. Við munum gera allt okkar til að bjóða upp á góðan fótboltaleik. Okkur hlakkar til að spila fyrir framan alla þessa frábæru stuðningsmenn og búa til ógleymanlegt kvöld saman,“ sagði Seger. Sveriges VM-kvalmatch utsåld: "Helt magiskt"https://t.co/haiQGyL9Lm pic.twitter.com/YfaSa6j01s— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 24, 2021 Það hafa bara mætt fleiri á kvennalandsleik í Svíþjóð þegar Svíar héldu EM sumarið 2013 en íslenska kvennalandsliðið fór einmitt í átta liða úrslitin á því móti. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki tapað leik á árinu 2021 fyrir utan úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum þegar liðið tapaði á móti Kanada í vítakeppni. Alls eru þetta 13 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í vítakeppni sem er magnaður árangur. Svíar hafa unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum en sænska liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum síðasta sumar og í þriðja sæti á HM sumar 2019. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sænska knattspyrnusambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kom fram að uppselt er á leik sænska kvennalandsliðsins í undankeppni HM í kvöld. Det blir storpublik när Sverige tar emot Finland i VM-kvalet på Gamla Ullevi i morgon. https://t.co/mkjiw3354E— SVT Sport (@SVTSport) November 24, 2021 Svíar mæta þá nágrönnum sínum Finnum á Gamla Ullevi leikvanginum. Svíar eru efstir í riðlinum með fullt hús eftir þrjá leiki en Finnar eru í öðru sæti, þremur stigum á eftir. 14.500 miðar voru í boði og nú eru þeir allir seldir. Mæti allt þetta fólk á völlinn verður sett nýtt áhorfendamet á leik sænska kvennalandsliðsins í Svíþjóð þegar frá eru taldir leikir liðsins á stórmóti. „Áhorfendurnir eru mikilvægasta fólkið okkar fyrir utan völlinn og það er stórkostlegt að það sé uppselt á leikinn,“ sagði fyrirliðinn Caroline Seger í fréttatilkynningu sænska sambandsins. „Það gefur okkur leikmönnunum mikla aukaorku að fá þessar fréttir í aðdraganda leiksins. Við munum gera allt okkar til að bjóða upp á góðan fótboltaleik. Okkur hlakkar til að spila fyrir framan alla þessa frábæru stuðningsmenn og búa til ógleymanlegt kvöld saman,“ sagði Seger. Sveriges VM-kvalmatch utsåld: "Helt magiskt"https://t.co/haiQGyL9Lm pic.twitter.com/YfaSa6j01s— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) November 24, 2021 Það hafa bara mætt fleiri á kvennalandsleik í Svíþjóð þegar Svíar héldu EM sumarið 2013 en íslenska kvennalandsliðið fór einmitt í átta liða úrslitin á því móti. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki tapað leik á árinu 2021 fyrir utan úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum þegar liðið tapaði á móti Kanada í vítakeppni. Alls eru þetta 13 sigrar, 2 jafntefli og 1 tap í vítakeppni sem er magnaður árangur. Svíar hafa unnið verðlaun á tveimur síðustu stórmótum en sænska liðið varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum síðasta sumar og í þriðja sæti á HM sumar 2019.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira