Handbolti

Arnór Þór kemur inn í þjálfarateymi Bergischer

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson kemur inn í þjálfarateymi Bergischer að ferlinum loknum.
Arnór Þór Gunnarsson kemur inn í þjálfarateymi Bergischer að ferlinum loknum. vísir/Getty

Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins og Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, mun koma inn í þjálfarateymi liðsins þegar hann leggur skóna á hilluna sumarið 2023.

Bergischer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í gær, en þjálfari liðsins, Sebastian Hinze, lætur af störfum að yfirstandandi tímabili loknu og tekur við Rhein-Neckar Löwen.

Hinze hefur stýrt liðinu í níu ár, en þegar hann hverfur á braut verður gerð nokkur breyting á þjálfarateymi Bergischer.

„Ég spila á næsta tímabil, 2022-2023, en planið er að ég komi inn í þjálfarateymið eftir það,“ sagði Arnór Þór í samtali við vefmiðilinn handbolti.is í gær. Arnór hefur verið leikmaður Bergischer frá árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×