Úkraínumenn og Rússar halda heræfingar á landamærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 11:59 Spennan í Austur-Evrópu hefur farið stigmagnandi að undanförnu. EPA-EFE/SERGEY DOLZHENKO Spennan í Austur-Evrópu magnast enn en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa verið að halda heræfingar á landamærum sínum. Staðan á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlans fer þá versnandi. Rússar voru við heræfingar í Svartahafi í nótt þar sem þeir beittu bæði herflugvélum og -skipum við æfingar samkvæmt frétt Interfax. Úkraína hefur sömuleiðis verið að halda heræfingar nærri landamærunum að Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Mikil spenna hefur verið milli Úkraínu og Rússlands og svo Hvíta-Rússlands og aðliggjandi ríkja að undanförnu. Úkraína hefur til að mynda sakað Rússa um að halda heræfingar of nærri landamærum sínum og var spennan mikil í haust. Hræddust mörg stuðningsríki Úkraínu að Rússar væru að undirbúa aðra innrás í yfirráðasvæði Úkraínu og sendu Bandaríkjamenn til að mynda nokkurn herafla til Úkraínu fyrr á þessu ári. Samkvæmt frétt Interfax voru minnst tíu herflugvélar og -skip við æfingar við Novorossiysk herstöðina í Svartahafi í nótt og voru Sukhoi herflugvélar meðal þeirra sem verið var að æfa. Yfirmaður hermála í Úkraínu sagði í samtali við Military Times um helgina að hann teldi að meira en 92 þúsund rússneskir hermenn væru staðsettir við landamæri Úkraínu. Þeir væru að undirbúa árás sem femja ætti um mánaðamót janúar og febrúar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað þessu og kvartað yfir aukinni hernaðarviðveru NATO á svæðinu. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands, fór í embættisferð til Washington í vikunni og tilkynnti ráðuneyti hans það að fulltrúar bandarískra, breskra og úkraínskra varnarmálaráðuneyta hafi fundað um stöðuna. Niðurstaða Bandaríkjamanna og Breta hafi verið sú sama og Úkraínumanna um stöðuna á landamærunum. Auka viðuveru hersins á landamærum Hvíta-Rússlands Herafli Rússlands í Svartahafi er með höfuðstöðvar á Krímskaga, sem Rússar lögðu undir sig árið 2014 en áður var hluti af Úkraínu. Yfirvöld í Kænugarði hafa síðan þá barist fyrir því að Rússar yfirgefi svæðið og færi stjórn aftur yfir til Kænugarðs. Fyrir utan spennuna milli Úkraínu og Rússlands hefur spennan við landamæri Hvíta-Rússlands stigmagnast undanfarna mánuði, eftir að flokkar flóttafólks fóru að ferðast að landamærum ríkisins að Póllandi, Úkraínu, Litháen og Lettlandi. Úkraína hefur nú bætt við hersveitir sínar við landamærin á Hvíta-Rússlandi, sem hafa verið þar við æfingar í dag. Auk hermanna hefur þjóðvarðaliðið og lögreglusveitir auk annarra öryggissveita tekið þátt í æfingunum. Þá hefur verið tilkynnt að drónar verði notaðir við landamærin til öryggisgæslu. Meira en 8.500 úkraínskir hermenn hafa verið sendir að landamærunum að Hvíta-Rússlandi í þessari viku vegna flóttamannavandans við landamæri Hvíta-Rússlands. Vandinn hefur valdið miklum deilum milli aðildarríkja Evrópusambandsins, Hvíta-Rússlands og Rússland en Evrópusambandið hefur sakað Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, og stjórnvöld í Mínsk um að ferja flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu á landamærin. Stjórnvöld Hvíta-Rússlands séu að beita flóttamönnunum sem hernaðartaktík, og þrýsta á þá að fara ólöglega inn í Pólland og önnur nágrannaríki. Reyndu að ráðast inn í Pólland í nótt Lúkasjenka hefur ítrekað neitað þessum ásökunum og kallað eftir því að Evrópusambandið taki við flóttafólkinu. Þá hræðast stjórnvöld í Kænugarði að yfirvöld í Rússlandi muni nýta sér þessa stöðu á landamærum Hvíta-Rússlands til að ráðast inn í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hafa lengi verið nánir bandamenn. Wczoraj tj.23.11 ok.19.00 grupa ponad 100 agresywnych cudzoziemców si owo forsowa a granic . W s u by polskie rzucano kamieniami. Atak odbywa si pod nadzorem bia oruskich s u b.#zgranicy pic.twitter.com/vGwLO5MVvb— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 24, 2021 Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands versnaði til muna í nótt eins og síðustu vikur. Að sögn pólskra landamæravarða gerðu flóttamenn tilraunir til að brjótast í geng um landamæragirðingar á tveimur stöðum í nótt. Flóttamönnum á landamærunum hefur fækkað en flestir voru þeir um tvö þúsund. Yfirvöld í Varsjá telja að yfirvöld í Mínsk séu að breyta taktíkinni sem beita á á landamærunum en hafi þó ekki gefist upp á því að beita flóttamönnunum í deilum sínum við Evrópusambandið. Landamæraeftirlit Póllands tísti því í gærkvöldi að um hundrað flóttamenn hafi reynt að brjóta sér leið inn í Pólland en með tístinu fylgdi myndband þar sem sjá má gat á landamæragirðingunni. Na odcinku ochranianym przez Placówk SG w Mielniku mia y wczoraj tj.23.11 miejsce dwie si owe próby przekroczenia granicy. 40-osobowe grupy agresywnych cudzoziemców atakowa y polskie s u by rzucaj c kamieniami, konarami drzew, u yte by y równie granaty hukowe.#zgranicy pic.twitter.com/87naitHT15— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 24, 2021 Að sögn eftirlitsins reyndi annar hópur flóttamanna, um fjörutíu manns, að komast yfir landamærin í nótt nærri þorpinu Mielnik. Þeir hafi kastað steinum, trjágreinum og blossasprengjum í átt að pólskum landamæravörðum. Einn landamæravörður Póllands særðist í átökunum. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á föstudag vegna stöðunnar. Úkraína Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. 22. nóvember 2021 15:19 „Auðvitað er þetta svikamylla“ Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. 21. nóvember 2021 15:00 Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19. nóvember 2021 18:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Rússar voru við heræfingar í Svartahafi í nótt þar sem þeir beittu bæði herflugvélum og -skipum við æfingar samkvæmt frétt Interfax. Úkraína hefur sömuleiðis verið að halda heræfingar nærri landamærunum að Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Mikil spenna hefur verið milli Úkraínu og Rússlands og svo Hvíta-Rússlands og aðliggjandi ríkja að undanförnu. Úkraína hefur til að mynda sakað Rússa um að halda heræfingar of nærri landamærum sínum og var spennan mikil í haust. Hræddust mörg stuðningsríki Úkraínu að Rússar væru að undirbúa aðra innrás í yfirráðasvæði Úkraínu og sendu Bandaríkjamenn til að mynda nokkurn herafla til Úkraínu fyrr á þessu ári. Samkvæmt frétt Interfax voru minnst tíu herflugvélar og -skip við æfingar við Novorossiysk herstöðina í Svartahafi í nótt og voru Sukhoi herflugvélar meðal þeirra sem verið var að æfa. Yfirmaður hermála í Úkraínu sagði í samtali við Military Times um helgina að hann teldi að meira en 92 þúsund rússneskir hermenn væru staðsettir við landamæri Úkraínu. Þeir væru að undirbúa árás sem femja ætti um mánaðamót janúar og febrúar. Yfirvöld í Moskvu hafa neitað þessu og kvartað yfir aukinni hernaðarviðveru NATO á svæðinu. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands, fór í embættisferð til Washington í vikunni og tilkynnti ráðuneyti hans það að fulltrúar bandarískra, breskra og úkraínskra varnarmálaráðuneyta hafi fundað um stöðuna. Niðurstaða Bandaríkjamanna og Breta hafi verið sú sama og Úkraínumanna um stöðuna á landamærunum. Auka viðuveru hersins á landamærum Hvíta-Rússlands Herafli Rússlands í Svartahafi er með höfuðstöðvar á Krímskaga, sem Rússar lögðu undir sig árið 2014 en áður var hluti af Úkraínu. Yfirvöld í Kænugarði hafa síðan þá barist fyrir því að Rússar yfirgefi svæðið og færi stjórn aftur yfir til Kænugarðs. Fyrir utan spennuna milli Úkraínu og Rússlands hefur spennan við landamæri Hvíta-Rússlands stigmagnast undanfarna mánuði, eftir að flokkar flóttafólks fóru að ferðast að landamærum ríkisins að Póllandi, Úkraínu, Litháen og Lettlandi. Úkraína hefur nú bætt við hersveitir sínar við landamærin á Hvíta-Rússlandi, sem hafa verið þar við æfingar í dag. Auk hermanna hefur þjóðvarðaliðið og lögreglusveitir auk annarra öryggissveita tekið þátt í æfingunum. Þá hefur verið tilkynnt að drónar verði notaðir við landamærin til öryggisgæslu. Meira en 8.500 úkraínskir hermenn hafa verið sendir að landamærunum að Hvíta-Rússlandi í þessari viku vegna flóttamannavandans við landamæri Hvíta-Rússlands. Vandinn hefur valdið miklum deilum milli aðildarríkja Evrópusambandsins, Hvíta-Rússlands og Rússland en Evrópusambandið hefur sakað Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, og stjórnvöld í Mínsk um að ferja flóttamenn og farendur frá Mið-Austurlöndum og Mið-Asíu á landamærin. Stjórnvöld Hvíta-Rússlands séu að beita flóttamönnunum sem hernaðartaktík, og þrýsta á þá að fara ólöglega inn í Pólland og önnur nágrannaríki. Reyndu að ráðast inn í Pólland í nótt Lúkasjenka hefur ítrekað neitað þessum ásökunum og kallað eftir því að Evrópusambandið taki við flóttafólkinu. Þá hræðast stjórnvöld í Kænugarði að yfirvöld í Rússlandi muni nýta sér þessa stöðu á landamærum Hvíta-Rússlands til að ráðast inn í Úkraínu. Yfirvöld í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi hafa lengi verið nánir bandamenn. Wczoraj tj.23.11 ok.19.00 grupa ponad 100 agresywnych cudzoziemców si owo forsowa a granic . W s u by polskie rzucano kamieniami. Atak odbywa si pod nadzorem bia oruskich s u b.#zgranicy pic.twitter.com/vGwLO5MVvb— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 24, 2021 Staðan á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands versnaði til muna í nótt eins og síðustu vikur. Að sögn pólskra landamæravarða gerðu flóttamenn tilraunir til að brjótast í geng um landamæragirðingar á tveimur stöðum í nótt. Flóttamönnum á landamærunum hefur fækkað en flestir voru þeir um tvö þúsund. Yfirvöld í Varsjá telja að yfirvöld í Mínsk séu að breyta taktíkinni sem beita á á landamærunum en hafi þó ekki gefist upp á því að beita flóttamönnunum í deilum sínum við Evrópusambandið. Landamæraeftirlit Póllands tísti því í gærkvöldi að um hundrað flóttamenn hafi reynt að brjóta sér leið inn í Pólland en með tístinu fylgdi myndband þar sem sjá má gat á landamæragirðingunni. Na odcinku ochranianym przez Placówk SG w Mielniku mia y wczoraj tj.23.11 miejsce dwie si owe próby przekroczenia granicy. 40-osobowe grupy agresywnych cudzoziemców atakowa y polskie s u by rzucaj c kamieniami, konarami drzew, u yte by y równie granaty hukowe.#zgranicy pic.twitter.com/87naitHT15— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 24, 2021 Að sögn eftirlitsins reyndi annar hópur flóttamanna, um fjörutíu manns, að komast yfir landamærin í nótt nærri þorpinu Mielnik. Þeir hafi kastað steinum, trjágreinum og blossasprengjum í átt að pólskum landamæravörðum. Einn landamæravörður Póllands særðist í átökunum. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, mun funda með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á föstudag vegna stöðunnar.
Úkraína Hvíta-Rússland Rússland Pólland Evrópusambandið Hernaður Flóttamenn Tengdar fréttir Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. 22. nóvember 2021 15:19 „Auðvitað er þetta svikamylla“ Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. 21. nóvember 2021 15:00 Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19. nóvember 2021 18:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. 22. nóvember 2021 15:19
„Auðvitað er þetta svikamylla“ Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið. 21. nóvember 2021 15:00
Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19. nóvember 2021 18:00