Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 12:31 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær í leik Manchester United á móti Everton á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið. Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira