Segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þór um að hætta með handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 09:00 Þór er í 4. sæti Grill 66 deildar karla. akureyri.net/skapti hallgrímsson Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa beðið hæstráðendur hjá Þór að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. „Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum. Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Fleiri fréttir Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum.
Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Fleiri fréttir Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Sjá meira