Jarðhitaskólinn útskrifar 25 sérfræðinga Heimsljós 22. nóvember 2021 15:16 Frá útskriftinni á föstudag Hlutfall kvenna hefur aldrei verið jafn hátt í útskriftarhópnum, tólf konur og þrettán karlar. Tuttugu og fimm sérfræðingar frá fjórtán þjóðríkjum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ síðastliðinn föstudag, eftir sex mánaða nám á Íslandi. Jarðhitaskólinn er elstur skólanna fjögurra sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í samvinnu við UNESCO. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið jafn hátt í útskriftarhópnum, tólf konur og þrettán karlar. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpaði útskriftarhópinn og flutti honum hamingjuóskir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Martin sagði að þau hefðu öll á síðustu mánuðum orðið vitni að því hvað jarðvarmi gegni stóru hlutverki á Íslandi og hvernig það sem gerist undir yfirborði jarðar hafi bein áhrif á lífið á eldfjallaeyju. Martin kvaðst hafa alist upp í Vestmannaeyjum, hann hefði verið ungbarn þegar hann og fjölskyldan sigldu frá eyjunni um miðja nótt eftir að eldgos hófst í Heimaey. „Ísland hefur á þessu ári verið ykkur eins og kennslubók í jarðfræði með eldgos nánast í bakgarðinum,“ sagði hann. Nemendur í vettvangsferð fyrr á árinu. Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ og Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans afhentu skírteinin við athöfnina. Flestir sérfræðinganna sem útskrifuðust að þessu seinni voru frá Kenía, sex talsins, þrír komu frá Eþíópíu og Indónesíu, tveir frá Ekvador, El Salvador og Níkaragva, og einn frá Alsír, Kína, Djibútí, Indlandi, Íran, Filippseyjum, Úganda og Kólumbíu, sá fyrsti frá síðasttalda landinu. Jarðhitaskólinn hefur starfað í rúmlega fjóra áratugi, frá árinu 1979, og hefur útskrifað 743 vísindamenn frá 64 löndum. Skólinn er hýstur af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) og rekinn af opinberum framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jarðhiti Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent
Tuttugu og fimm sérfræðingar frá fjórtán þjóðríkjum útskrifuðust frá Jarðhitaskóla GRÓ síðastliðinn föstudag, eftir sex mánaða nám á Íslandi. Jarðhitaskólinn er elstur skólanna fjögurra sem starfa undir merkjum GRÓ – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, í samvinnu við UNESCO. Hlutfall kvenna hefur aldrei verið jafn hátt í útskriftarhópnum, tólf konur og þrettán karlar. Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins ávarpaði útskriftarhópinn og flutti honum hamingjuóskir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Martin sagði að þau hefðu öll á síðustu mánuðum orðið vitni að því hvað jarðvarmi gegni stóru hlutverki á Íslandi og hvernig það sem gerist undir yfirborði jarðar hafi bein áhrif á lífið á eldfjallaeyju. Martin kvaðst hafa alist upp í Vestmannaeyjum, hann hefði verið ungbarn þegar hann og fjölskyldan sigldu frá eyjunni um miðja nótt eftir að eldgos hófst í Heimaey. „Ísland hefur á þessu ári verið ykkur eins og kennslubók í jarðfræði með eldgos nánast í bakgarðinum,“ sagði hann. Nemendur í vettvangsferð fyrr á árinu. Nína Björk Jónsdóttir forstöðumaður GRÓ og Guðni Axelsson forstöðumaður Jarðhitaskólans afhentu skírteinin við athöfnina. Flestir sérfræðinganna sem útskrifuðust að þessu seinni voru frá Kenía, sex talsins, þrír komu frá Eþíópíu og Indónesíu, tveir frá Ekvador, El Salvador og Níkaragva, og einn frá Alsír, Kína, Djibútí, Indlandi, Íran, Filippseyjum, Úganda og Kólumbíu, sá fyrsti frá síðasttalda landinu. Jarðhitaskólinn hefur starfað í rúmlega fjóra áratugi, frá árinu 1979, og hefur útskrifað 743 vísindamenn frá 64 löndum. Skólinn er hýstur af Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) og rekinn af opinberum framlögum til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jarðhiti Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent