Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og grænir skógar? Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. nóvember 2021 08:00 Að hirða starfið af Solskjær? vísir/getty Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti