De Gea: Erfitt að horfa upp á þetta - Ekki stjóranum að kenna Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. nóvember 2021 17:35 De Gea í leikslok. vísir/Getty David De Gea var ekki að skafa af hlutunum í viðtali eftir niðurlægjandi tap Man Utd gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
„Það er ekki mikið hægt að segja. Það var vandræðalegt að sjá Man Utd spila eins og við gerðum í dag. Þetta er ekki ásættanlegt; hvernig við spilum og hvernig við gerum hluti inn á vellinum. Það er auðvelt að kenna stjóranum um en stundum er við leikmennina að sakast. Við verðum að gera miklu betur,“ segir De Gea. Spænski markvörðurinn varði vítaspyrnu frá Ismaila Sarr í tvígang í fyrri hálfleik en heimamenn hefðu hæglega getað farið með meiri forystu en 2-0 inn í leikhléið. „Fyrri hálfleikur var vandræðalegur. Við hefðum getað fengið á okkur fjögur mörk á 45 mínútum. Það var erfitt að horfa upp á þetta. Martröð á eftir martröð. Við getum ekki sætt okkur við þetta.“ „Við erum að reyna að gera okkar besta og berjast fyrir liðið en það er klárlega eitthvað að. Það sjá það allir í leikjunum. Spilamennskan er í mjög lágum gæðaflokki. Við þurfum að biðja stuðningsmennina afsökunar, enn og aftur,“ sagði De Gea. De Gea hefur leikið 456 leiki fyrir Man Utd og augljóst að hann er ekki ánægður með á hvaða stað liðið er í dag. „Þetta er ekki Manchester United eða spilamennskan sem við viljum standa fyrir. Þetta hefur verið mjög vont í langan tíma. Félag eins og Man Utd verður að vera að keppa um titla og berjast í fremstu röð. Ef ég er alveg heiðarlegur þá erum við langt frá því.“ „Við verðum að halda áfram og standa saman. Við erum alltaf að segja sömu hlutina en þetta er sannleikurinn. Við verðum að líta á okkur sjálfa og sjá hvað við getum bætt,“ segir De Gea.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Watford niðurlægði Manchester United | Enn þyngist róðurinn hjá Solskjær Manchester United tapaði í fjórða sinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mætti í heimsókn til Watford og heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sigur, 4-1. 20. nóvember 2021 17:05