Sex leikmenn Man. United sagðir kallaðir á krísufund með Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 09:31 Cristiano Ronaldo var að sjálfsögðu á krísufundinum með Ole Gunnar Solskjær. EPA-EFE/Peter Powell Framtíð knattspyrnustjóra Manchester United er mikið til umræðu í Englandi eftir slakt gengi liðsins á þessari leiktíð. Sumir eru að telja niður þar til að norski knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær verði rekinn en hann er enn að berjast fyrir lífi sínu sem stjóri félagsins. Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Sjá meira
Solskjær dreif sig heim í frí til Noregs í landsleikjaglugganum til að safna kröftum fyrir stríðið framundan en það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að vera knattspyrnustjóri Manchester United undanfarnar vikur. Hann kallaði síðan sex leikmenn á fund þegar liðið kom aftur saman. Ole Gunnar Solskjaer held crisis talks with his senior players - including Cristiano Ronaldo and Bruno Fernandes - on Thursday as he tried to salvage Manchester United's season and save his job, according to reports — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 19, 2021 Solskjær á að hafa haldið þennan krísufund með það markmið að reyna að finna neistann á ný og breyta gengi liðsins í framhaldinu. Allt liðið var ekki á fundinum heldur leiðtogar þess. Enskir miðlar hafa sagt frá þessum fundi og að leikmennirnir sex hafi verið Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelöf og Nemanja Matic. Á fundinum var samkvæmt heimildum blaðsins ekki aðeins rætt um hvað þurfi að gerast til að breyta gengi liðsins heldur einnig hvaða taktík sé best fyrir Manchesteer United. Solskjær skipti yfir í 3-5-2 leikkerfið eftir 0-5 skellinn á móti Liverpool en í framhaldinu hefur liðið unnið 3-0 sigur Tottenham, gert jafntefli við Atalanta og tapað 0-2 á móti Manchester City. Frammistaðan á móti Atalanta var ekki góð og liðið var síðan afar dapurt í nágrannaslagnum. Hevder Solskjær holdt krisemøte med seks spillere https://t.co/EWj4Tb85UJ— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) November 19, 2021 Næst á dagskrá er leikur á móti Watford um helgina og aðeins sigur getur létt pressuna á Solskjær. Eftir óvænt frí hans heim til Noregs og þeirri gagnrýni sem fylgdi því þá er lífsnauðsynlegt fyrir hann að vinna þennan leik. Manchester Evening News hafði einnig sagt frá því að forráðamenn United væru farnir að leita að eftirmanni hans en þegar Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester City, var spurður út í slíka framtíð fyrir sig þá tók hann því illa og sagði það dónalegt að spyrja hann út í starf annars stjóra. Aðrir sem eru reglulega nefndir eru Zinedine Zidane, Erik ten Hag hjá Ajax og landsliðsþjálfari Spánar, Luis Enrique.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Sjá meira