Handbolti

Íslenskur sigur, jafntefli og tap í þýska handboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark í ngrátlegu jafntefli í kvöld.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark í ngrátlegu jafntefli í kvöld. vísir/Getty

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen fögnuðu sigri, Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer köstuðu frá sér sigrinum og gerðu jafntefli og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum níunda leik á tímabilinu.

Arnór Þór og félagar hans í Bergischer náðu yfirhöndinni í fyrri hálfleik er liðið tók á móti Erlangen. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 16-12, Bergischer í vil.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og liðin skiptust á að skora. Arnór og félagar hleyptu andstæðingum sínum þó aldrei of nálægt sér og unnu að lokum góðan  marka sigur, .

Arnór Þór skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem lyftir sér upp að hlið Erlangen í sjöunda til ellefta sæti með sigrinum.

Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað er lið hans, Rhein-Neckar Löwen vann nokkuð öruggan  marka sigur á botnliði Minden, 31-27.

Ljónin náðu mest sjö marka forskoti, en hleyptu gestunum kannski full mikið inn í leikinn undir lokin. Það kom þó ekki að sök og Ýmir og félagar fögnuðu góðum  marka sigri, , en liði hefur nú fengið 11 stig í jafn mörgum leikjum og sitja í sjöunda til ellefta sæti, líkt og Bergischer.

Þá þurftu Daníel Þór Ingason og félagar hans í HBW Balingen-Weilstetten að sætta sig við tólf marka tap er liðið heimsótti Wetzlar, 33-21. Daníel og félagar sitja í 15. sæti deildarinnar með sex stig eftir tólf leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×