Góð frammistaða Elísu hjálpaði Natöshu að fá tækifæri í landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 15:01 Natasha Anasi og Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, takast í hendur en Natasha gekk í raðir Breiðabliks á dögunum. Hún hefur áður leikið með Keflavík og ÍBV hér á landi, allt frá árinu 2014. Breiðablik Hin þrítuga Natasha Anasi gæti leikið sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska A-landsliðið í fótbolta síðar í þessum mánuði. Natasha og nýliðinn Ída Marín Hermannsdóttir koma nýjar inn í hópinn frá síðasta verkefni. Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og svo Kýpur á útivelli 30. nóvember í undankeppni HM. Ef Valskonan Ída kemur við sögu í öðrum leikjanna verður það fyrsti A-landsleikur þessarar 19 ára knattspyrnukonu. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku samtals 124 A-landsleiki. „Ída spilaði náttúrulega vel í sumar. Við þurfum líka að skoða leikmenn og gefa fleirum tækifæri til að stækka kökuna sem við höfum úr að velja, svo við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann útskýrði valið á Ídu og Natöshu á blaðamannafundi í dag. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað tvo leiki fyrir Ísland, báða á æfingamóti á Spáni vorið 2020. Segja má að frábær frammistaða Elísu Viðarsdóttur í stöðu vinstri bakvarðar í síðasta landsleik hafi opnað pláss fyrir Natöshu inn í hópinn því þar með var þörfin minni fyrir Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur. Verið mjög nálægt því að vera valin Natasha hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, fyrst með ÍBV og svo Keflavík frá árinu 2017, og er nú orðin leikmaður Breiðabliks. Þorsteinn, sem er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hló léttur í bragði aðspurður hvort koman til Breiðabliks hefði gert gæfumuninn fyrir Natöshu: „Hún hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin. Ég ætlaði að velja hana síðast en hætti við það á síðustu stundu og tók frekar Hafrúnu Rakel með sem vinstri bakvörð. Ég var ekki viss um að Elísa myndi leysa stöðu vinstri bakvarðar eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn en Elísa átti stórleik og þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði. Elísa Viðarsdóttir átti frábæran leik gegn Kýpur í síðasta mánuði þar sem hún gaf þrjár stoðsendingar.vísir/vilhelm „Reyndar var Hafrún góð í verkefninu hjá okkur og líka góð í Meistaradeildinni [með Breiðabliki] í vikunni. Ég veit alveg hvað hún getur en ég ákvað að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri til að sýna hversu langt hún er komin,“ sagði Þorsteinn sem hefur minni þörf fyrir Hafrúnu þar sem að Hallbera Guðný Gísladóttir og nú Elísa hafa sannað gildi sitt í stöðu vinstri bakvarðar. Natasha er skiljanlega ekki hugsuð sem vinstri bakvörður: „Hún getur spilað sem miðvörður, aftasti varnarmaður og hægri bakvörður. Ég horfi ekki á hana sem vinstri bakvörð, og væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik.“ Fjórar ekki til taks vegna meiðsla Þorsteinn sagði fjóra leikmenn ekki hafa komið til greina að þessu sinni vegna meiðsla: „Elín Metta [Jensen] er enn meidd og ekki farin að geta æft að fullu. Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] er enn frá vegna höfuðhöggsins [í september] en vonandi hægt og rólega að ná sér. Berglind Rós [Ágústsdóttir] er meidd og Hlín Eiríks einnig en verður vonandi ekki lengi frá.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Ísland mætir Japan í vináttulandsleik í Hollandi 25. nóvember og svo Kýpur á útivelli 30. nóvember í undankeppni HM. Ef Valskonan Ída kemur við sögu í öðrum leikjanna verður það fyrsti A-landsleikur þessarar 19 ára knattspyrnukonu. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku samtals 124 A-landsleiki. „Ída spilaði náttúrulega vel í sumar. Við þurfum líka að skoða leikmenn og gefa fleirum tækifæri til að stækka kökuna sem við höfum úr að velja, svo við séum með rétta mynd af þeim leikmönnum sem koma til greina,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þegar hann útskýrði valið á Ídu og Natöshu á blaðamannafundi í dag. Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað tvo leiki fyrir Ísland, báða á æfingamóti á Spáni vorið 2020. Segja má að frábær frammistaða Elísu Viðarsdóttur í stöðu vinstri bakvarðar í síðasta landsleik hafi opnað pláss fyrir Natöshu inn í hópinn því þar með var þörfin minni fyrir Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur. Verið mjög nálægt því að vera valin Natasha hefur leikið á Íslandi frá árinu 2014, fyrst með ÍBV og svo Keflavík frá árinu 2017, og er nú orðin leikmaður Breiðabliks. Þorsteinn, sem er fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hló léttur í bragði aðspurður hvort koman til Breiðabliks hefði gert gæfumuninn fyrir Natöshu: „Hún hefur alltaf verið mjög nálægt því að vera valin. Ég ætlaði að velja hana síðast en hætti við það á síðustu stundu og tók frekar Hafrúnu Rakel með sem vinstri bakvörð. Ég var ekki viss um að Elísa myndi leysa stöðu vinstri bakvarðar eins vel og hún gerði,“ sagði Þorsteinn en Elísa átti stórleik og þrjár stoðsendingar í 5-0 sigri Íslands gegn Kýpur í síðasta mánuði. Elísa Viðarsdóttir átti frábæran leik gegn Kýpur í síðasta mánuði þar sem hún gaf þrjár stoðsendingar.vísir/vilhelm „Reyndar var Hafrún góð í verkefninu hjá okkur og líka góð í Meistaradeildinni [með Breiðabliki] í vikunni. Ég veit alveg hvað hún getur en ég ákvað að taka Natöshu inn til að skoða hana frekar og gefa henni tækifæri til að sýna hversu langt hún er komin,“ sagði Þorsteinn sem hefur minni þörf fyrir Hafrúnu þar sem að Hallbera Guðný Gísladóttir og nú Elísa hafa sannað gildi sitt í stöðu vinstri bakvarðar. Natasha er skiljanlega ekki hugsuð sem vinstri bakvörður: „Hún getur spilað sem miðvörður, aftasti varnarmaður og hægri bakvörður. Ég horfi ekki á hana sem vinstri bakvörð, og væntanlega er Elísa meira þar eftir allar fyrirgjafirnar í síðasta leik.“ Fjórar ekki til taks vegna meiðsla Þorsteinn sagði fjóra leikmenn ekki hafa komið til greina að þessu sinni vegna meiðsla: „Elín Metta [Jensen] er enn meidd og ekki farin að geta æft að fullu. Áslaug Munda [Gunnlaugsdóttir] er enn frá vegna höfuðhöggsins [í september] en vonandi hægt og rólega að ná sér. Berglind Rós [Ágústsdóttir] er meidd og Hlín Eiríks einnig en verður vonandi ekki lengi frá.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Sjá meira
Þorsteinn nefndi nokkra leikmenn sem eru á jaðri landsliðshópsins Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segist hafa úr mörgum góðum leikmönnum að velja. Á blaðamannafundi í dag nefndi hann nokkra leikmenn sem eru á mörkum þess að komast í landsliðshópinn. 12. nóvember 2021 14:03