Ágúst sagði við leikmenn sína í Val eftir sigur gegn Fram á dögunum að þeir mættu ekki telja sig of góða eftir sigurinn því þá fengju þeir „rjómatertu í andlitið“ í næsta leik. Svava sá til þess að rjómaterta yrði til taks í þeim leik.
Valskonur sýndu hins vegar enga vægð gegn ÍBV á miðvikudag og unnu 35-21 sigur, og forðuðust þannig rjómatertuna sem endaði í andliti þjálfarans við mikla kátínu eins og sjá má.
Upphitunarþátt Seinni bylgjunnar má sjá hér að neðan. Rjómatertan fer á loft eftir um sjö mínútur af þættinum:
Auk þess að fara yfir leik Vals og ÍBV hituðu Svava Kristín og Sigurlaug Rúnarsdóttir upp fyrir sjöundu umferð deildarinnar sem fer öll fram á morgun.
„Þetta eru fjórir alvöru leikir,“ sagði Svava en umfjöllun um leikina má sjá í þættinum hér að ofan.
Sjöunda umferð:
- ÍBV – Fram
- Afturelding – HK
- Valur – KA/Þór
- Stjarnan – Haukar