Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 12. nóvember 2021 09:06 Báðir bankar spá áframhaldandi hækkunum. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Sjá meira
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55