Liverpool orðað við marga unga og spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Alexander Isak fagnar marki fyrir Real Sociedad í Evrópudeildinni. Getty/David S. Bustamante Erlendir fjölmiðlar eru duglegir að orða leikmenn við Liverpool liðið þessa dagana og trúa því greinilega að forráðamenn enska félagsins séu loksins tilbúnir að eyða einhverjum peningi í nýja leikmenn. Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira