Liverpool orðað við marga unga og spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 09:00 Alexander Isak fagnar marki fyrir Real Sociedad í Evrópudeildinni. Getty/David S. Bustamante Erlendir fjölmiðlar eru duglegir að orða leikmenn við Liverpool liðið þessa dagana og trúa því greinilega að forráðamenn enska félagsins séu loksins tilbúnir að eyða einhverjum peningi í nýja leikmenn. Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Fyrsta tap Liverpool í 25 leikjum sem kom á móti West Ham um síðustu helgi þýddi að liðið eyddi landsleikjahléinu í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool er að missa tvo af bestu framherjum sínum allan janúar vegna Afríkukeppninnar og hefur ekki styrkt sig mikið í undanförnum gluggum. Eini leikmaðurinn sem liðið eyddi einhverjum pening í var miðvörðurinn Ibrahima Konate sem kom frá RB Leipzig. Liverpool transfer round-up: Reds line up January 'plan' to cover loss of key duo https://t.co/kH7JlObkGw pic.twitter.com/u2jWAJ7YLh— Mirror Football (@MirrorFootball) November 10, 2021 Samkvæmt slúðrinu frá Evrópu þá eru menn að orða Liverpool við marga unga og spennandi leikmenn. Það er ljóst að þeir Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mane eru ekki að verða yngri. Firmino hefur verið mikið meiddur í vetur og þeir Salah og Mane verða í Afríkukeppninni allan janúar. Það gæti því farið svo að Jürgen Klopp fái að kaupa nýja menn í framlínu liðsins. Einn af þeim sem hefur verið orðaður við Liverpool er sænski landsliðsframherjinn Alexander Isak sem spilar með Real Sociedad. El Nacional segir að Liverpool sé að plana 34 milljón punda tilboð en það þykir þó sumum frekar lítið fyrrir þennan 22 ára sóknarmann sem hefur líka verið orðaður við Arsenal. Unconventional Liverpool transfer could breathe new life into frontline #LFC https://t.co/NFhaBXbfyu— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) November 11, 2021 Calciomercato á Ítalíu heldur því fram að Liverpool ætli að reyna að kaupa þá Dusan Vlahovic og Federico Chiesa sem eru í raun báðir leikmenn Fiorentina. Serbinn Vlahovic er að spila með Fiorentina en ítalski landsliðsframherjinn Chiesa er á láni hjá Juventus. Það var búist við því að Chiese yrði formlega leikmaður Juventus í sumar en áhugi Liverpool gæti breytt því. Vlahovic hefur ekki vilja framlengja samning sinn við Fiorentina og hafnaði Arsenal af því að hann vill komast í stærri klúbb. Vlahovic er enn bara 21 árs gamall en hann er stór og stæðilegur framherji. Federico Chiesa er orðinn 24 ára gamall og þegar kominn í stórt hlutverk hjá Evrópumeisturum Ítala. Klopp er einnig sagður hafa áhuga á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer hjá Torino á Ítalíu. Bremer er 24 ára gamall og hefur vakið athygli síðan að hann kom í Seríu A fyrir þremur árum. Manchester United er einnig sagt hafa áhuga á leikmanninum og Antonio Conte hjá Tottenham er líka aðdáandi. Stuðningsmenn Liverpool hafa beðið þolinmóðir eftir alvöru liðstyrk í langan tíma og nú er að sjá hvort að það gerist eitthvað spennandi í janúarglugganum.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti