Þungavigtin: Ítarlegri læknisskoðun hjá Val en Werder Bremen Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 14:31 Alla þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Aron Jóhannsson segist hafa farið í gegnum umfangsmikla læknisskoðun áður en hann skrifaði undir samning við Val. Það sé að vissu leyti skiljanlegt eftir tíma hans hjá Werder Bremen í Þýskalandi. Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Aron ræddi um þetta í viðtali við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Þessi markaskorari, sem fagnar 31 árs afmæli í dag, skrifaði undir samning við Val á dögunum eftir að hafa síðast leikið knattspyrnu með Lech Poznan í Póllandi. „Þetta var held ég meiri læknisskoðun en ég fór í hjá Werder Bremen. Þetta var alvöru dæmi þarna hjá þeim. Að vissu leyti skil ég það alveg. Þegar maður hugsar um þetta þá er svolítill meiðslastimpill settur á mig,“ segir Aron en hluta viðtalsins við hann má heyra hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Aron og læknisskoðun Vals Þessi uppaldi Fjölnismaður skoraði fjölda marka fyrir AGF í Danmörku og AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann var keyptur til þýska félagsins Werder Bremen árið 2015 fyrir fimm milljónir evra. Þar settu meiðsli risastórt strik í reikninginn: „Í Bremen spilaði ég 30 leiki á fjórum árum, en ég held að ég hafi samt bara glímt við þrenn meiðsli á þeim tíma. Ég er ekki að togna eða sömu meiðsli að endurtaka sig endalaust. Þetta eru ekki hnémeiðsli. Bara óþægileg meiðsli sem að menn vissu ekki hvað ætti að gera í,“ segir Aron og bætir við: „Ég lenti í tæklingu í Bremen á ökklann á mér, fór í einhvern skanna og átti að vera frá keppni í 3-4 vikur en endaði á að vera frá í 11 mánuði, því þeir vissu bara ekki hvað þetta var. Ef ég hef ekki lent í einhverri svona svakalegri óheppni þá hef ég verið þokkalega góður.“ Aron lék svo með Hammarby í Svíþjóð og skoraði 12 mörk í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra áður en hann gekk í raðir Lech Poznan þar sem hann skoraði tvö mörk í níu leikjum. Hann axlarbrotnaði hins vegar í ágúst og fékk í kjölfarið samningi sínum við pólska félagið rift og flutti heim til Íslands, þar sem hann samdi svo við Valsmenn. Viðtalið við Aron og alla þætti Þungavigtarinnar má heyra á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti