Þungavigtin: Aron hélt að einhver væri að herma eftir Klinsmann Þungavigtin skrifar 10. nóvember 2021 10:30 Kristján Óli Sigurðsson, Rikki G og Mikael Nikulásson mynda Þungavigtina. þungavigtin Aron Jóhannsson segist ekki hafa trúað því þegar Jürgen Klinsmann hringdi í hann og reyndi að fá hann til að spila fyrir bandaríska landsliðið. Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“ Þungavigtin Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira
Sem kunnugt er valdi Aron að spila fyrir bandaríska landsliðið í stað þess íslenska. Hann átti kost á því þar sem hann fæddist í Alabama. Aron lék nítján landsleiki fyrir Bandaríkin og skoraði fjögur mörk á árunum 2013-15. Hann lék meðal annars með bandaríska liðinu á HM í Brasilíu 2014. Aron er kominn aftur til Íslands eftir ellefu ár í atvinnumennsku erlendis og gekk til liðs við Val í síðustu viku. Aron settist niður með Kristjáni Óla Sigurðssyni í Þungavigtinni og fór yfir ferilinn, meðal annars ákvörðunina að spila fyrir Bandaríkin og aðdraganda hennar. Hélt fyrst að þetta væri símaat „Á þessum tíma var ég held ég markahæstur í Danmörku. Þegar maður lítur til baka áttar maður sig ekki á því í augnablikinu hversu stórt það er í rauninni,“ sagði Aron sem hélt að um gabb væri að ræða þegar Klinsmann hafði samband við sig. Aron Jóhannsson hlýðir á bandaríska þjóðsönginn.getty/Marius Becker „Svo var hringt í mig úr útlensku númeri sem ég svaraði ekki og það fór beint í talhólf. Ég hlustaði á það og þá var það Jürgen Klinsmann. Þá hringdi ég beint í Agga [Magnús Agnar Magnússon umboðsmann] og spurði hvað væri að gerast. Ég spurði hvort hann eða einhverjir aðrir væru að fokka í mér.“ Svo reyndist ekki vera og Magnús Agnar tjáði Aroni að Bandaríkjamenn hefðu verið í sambandi við sig í nokkurn tíma. Hann sagði Aroni hins vegar ekki strax af því. En svo fóru hjólin að snúast. Hefði verið stór biti í Bandaríkjunum „Í byrjun var þetta óraunverulegt. Ég hafði ekkert pælt í þessu, að það væri möguleiki að ég spilaði fyrir Bandaríkin. Mér fannst það svo stórt. Ég er alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Það væri eðlilegt að ég myndi spila fyrir Ísland. Svo á endanum tók ég ákvörðun um að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Aron. Klippa: Þungavigtin - Hvernig Aron valdi Bandaríkin „Þegar ég lít til baka hefði auðvitað verið geðveikt að fara á EM og HM með Íslandi. En ég fór á HM með Bandaríkjunum og upplifði fullt af öðru. Og ef ekki hefði verið fyrir meiðsli og ég hefði haldið áfram á þessari vegferð með þeim held ég að ég hefði verið svolítið stór biti í Bandaríkjunum. Þú berð það ekkert saman við Ísland.“
Þungavigtin Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Leik lokið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjá meira