Rio Ferdinand hefur skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 10:31 Rio Ferdinand ræðir við Ole Gunnar Solskjaer fyrir leik hjá Manchester United. Getty/Robbie Jay Barratt Rio Ferdinand hvetur Ole Gunnar Solskjaer til að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United með höfuðið hátt í stað þess að bíða eftir því að hann fái sparkið. Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Ferdinand sem lék með Solskjær hjá Manchester United og þeir unnu marga titla saman. Rio var mikill talsmaður Ole Gunnars framan af og talaði mikið fyrir því að hann fengi fastráðningu á sínum tíma. Eftir slæmar vikur og máttlausa frammistöðu í tapi á móti nágrönnunum í Manchester City um helgina þá hefur Rio Ferdinand skipt um skoðun varðandi Ole Gunnar Solskjær. Rio is now Ole out https://t.co/jrzWALrB7G— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 „Ég sit hérna og hef ekki trú á því að við getum barist um titilinn. Ég horfi á liðið okkar í hverri viku og velti því fyrir mér hvaða taktík liðið muni spila. Ég sé enga hugsjón eða auðkenni hjá Manchester United liðinu og það er eitthvað sem ætti að koma frá forystunni. Ég verð ringlaður við það að horfa á liðið,“ sagði Rio í þættinum Rio Ferdinand Presents FIVE. „Ég var alltaf efins um það að hann gæti gert okkur að meisturum, var ekki alveg sannfærður. Miðað við það lið sem hann hefur sett saman og það sem ég hef sé í vetur þá held ég að það sé kominn tími á að einhver annar taki við keflinu,“ sagði Ferdinand. „Það er mín skoðun að Ole ætti að hætta sjálfur núna með höfuðið hátt því allt frá því að hann kom hingað til byrjun þessa tímabilsins þá hefur þetta verið jákvætt,“ sagði Ferdinand. I believe if Ole leaves Manchester United now, he walks away with his head held high we discuss in depth today!Thoughts? https://t.co/GB1QSAaLsI#VibeWithFive#MUFC pic.twitter.com/cwQvFSGuA9— Rio Ferdinand (@rioferdy5) November 8, 2021 Ferdinand telur að vandamálið sé að leikmenn United óttist ekki Solskjær og hann trúir því að það sé mikilvægt að leikmenn beri óttablandna virðingu fyrir knattspyrnustjórum sínum. „Þegar ég horfði á liðið okkar þá sé ég að leikmenn okkar óttist ekki afleiðingarnar af frammistöðu sinni. Það vantar ákefð, leikmenn eru ekki að keyra sig út eða fórna sér í leikjunum. Ég sé það sem vanvirðingu við knattspyrnustjórann,“ sagði Ferdinand. „Allir þeir stjórar sem hafa náð árangri eða unnið eitthvað í þessari íþrótt hafa búið til þessa hræðslu hjá sínum leikmönnum. Pep [Guardiola] núna, [Jurgen] Klopp núna, [Thomas] Tuchel núna, Fergie og á mínum tíma, George Graham hjá Arsenal og Arsene Wenger. Það vantar þetta: Ef þú fylgir ekki reglunum þá sest þú bara á bekkinn og horfir á liðið spila. Ég sé ekki þennan ótta hjá liðinu og það er ekki rétt,“ sagði Rio Ferdinand. Ole Gunnar Solskjaer flaug heim í landsleikjaglugganum til að eyða tíma með fjölskyldu sinni og fá smá frí frá lífinu hjá Manchester United sem hefur heldur betur reynt á hann á þessum síðustu og erfiðu vikum.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira