Hungur: Tugir milljóna á brún hengiflugsins Heimsljós 8. nóvember 2021 13:46 WFP/Tsiory Andriantsoarana Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði við því í morgun að 45 milljónir íbúa 43 þjóðríkja væru á barmi hungursneyðar, eða þremur milljónum fleiri en áætlað var fyrr á árinu. Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum sem sést best á því að árið 2019 voru 27 milljónir manna í sambærilegri stöðu. „Tugir milljóna manna eru á brún hengiflugsins. Stríðsátök, loftslagsbreytingar og heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölga stöðugt þeim sem búa við raunverulegan sult, og síðustu tölur sýna að það eru rúmlega 45 milljónir manna sem færast sífellt nær því að verða hungurmorða,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP eftir ferð til Afganistan. Þar er stofnunin að byggja upp stuðning við 23 milljónir manna sem búa við sult og seyru. Beasley bætir við að eldsneytisverð fari hækkandi, verð á matvælum sömuleiðis, og allt þetta leiði til aukinna hörmunga líkt og nú birtast í Afganistan, og löndum þar sem ástandið hefur verð alvarlegt um langt skeið, eins og í Jemen og Sýrlandi. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og önnur mannúðarsamtök freista þess að aðstoða milljónir manna sem búa við sult. Þörfin fyrir aðstoð er hins vegar miklu meiri en framlög til hjálparstarfsins. WFP telur að kostnaðurinn við að afstýra hungursneyð hafi hækkað upp í sjö milljarða bandarískra dala, úr 6,6 milljörðum fyrr á árinu. Í frétt frá WFP kemur fram að fjölskyldur sem standi frammi fyrir bráða fæðuóöryggi þurfi einnig að taka hrikalegar ákvarðanir til að þrauka. Greining stofnunarinnar í 43 þjóðríkjum sýni að fjölskyldur neyðist til að borða minna, eða sleppa algerlega máltíðum, fæða börnin fremur en þá fullorðnu, gifta ungar dætur eða taka börn úr skóla, selja eignir og búpening eða annað sem unnt er að selja í skiptum fyrir máltíð. Á þessu ári hefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna staðið fyrir umfangsmestu aðgerðum í sögu stofnunarinnar, veitt matvælaaðstoð til 139 milljóna manna í 85 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði við því í morgun að 45 milljónir íbúa 43 þjóðríkja væru á barmi hungursneyðar, eða þremur milljónum fleiri en áætlað var fyrr á árinu. Alvarlegur matarskortur hefur aukist hratt á síðustu misserum sem sést best á því að árið 2019 voru 27 milljónir manna í sambærilegri stöðu. „Tugir milljóna manna eru á brún hengiflugsins. Stríðsátök, loftslagsbreytingar og heimsfaraldur kórónuveirunnar fjölga stöðugt þeim sem búa við raunverulegan sult, og síðustu tölur sýna að það eru rúmlega 45 milljónir manna sem færast sífellt nær því að verða hungurmorða,“ segir David Beasley framkvæmdastjóri WFP eftir ferð til Afganistan. Þar er stofnunin að byggja upp stuðning við 23 milljónir manna sem búa við sult og seyru. Beasley bætir við að eldsneytisverð fari hækkandi, verð á matvælum sömuleiðis, og allt þetta leiði til aukinna hörmunga líkt og nú birtast í Afganistan, og löndum þar sem ástandið hefur verð alvarlegt um langt skeið, eins og í Jemen og Sýrlandi. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna og önnur mannúðarsamtök freista þess að aðstoða milljónir manna sem búa við sult. Þörfin fyrir aðstoð er hins vegar miklu meiri en framlög til hjálparstarfsins. WFP telur að kostnaðurinn við að afstýra hungursneyð hafi hækkað upp í sjö milljarða bandarískra dala, úr 6,6 milljörðum fyrr á árinu. Í frétt frá WFP kemur fram að fjölskyldur sem standi frammi fyrir bráða fæðuóöryggi þurfi einnig að taka hrikalegar ákvarðanir til að þrauka. Greining stofnunarinnar í 43 þjóðríkjum sýni að fjölskyldur neyðist til að borða minna, eða sleppa algerlega máltíðum, fæða börnin fremur en þá fullorðnu, gifta ungar dætur eða taka börn úr skóla, selja eignir og búpening eða annað sem unnt er að selja í skiptum fyrir máltíð. Á þessu ári hefur Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna staðið fyrir umfangsmestu aðgerðum í sögu stofnunarinnar, veitt matvælaaðstoð til 139 milljóna manna í 85 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent